Ferðasagan

Koma : 18. ágúst 2011

Heimför: 18. júlí 2012

Sunday, 14 August 2011

Ekki alveg búin að gefast upp

Eða, það er allavega það sem fólk vill að ég geri. Þannig er það að ég er ekkert alltof hrifin af því að blogga en neyðist víst til vegna hópþrýstingi. Ég byrjaði þessa síðu fyrir einhverju í einhverju svakalegu bjartsýniskasti, en yfirgaf hana eiginlega. Ojæja, ég er víst komin aftur.

En jæja, update. Í fyrsta lagi, fyrir löngu búið að staðfesta brottför 18. ágúst. Heyrði reyndar eitthvað um það að því yrði frestað til 20. ágúst, en það var bara einhver gella í Ítalíu og ég er ekki alveg að kaupa þetta þar sem ég hef ekki heyrt neitt frá Lindu.

Í öðru lagi, komin með fjölskyldu, hún virkar æðisleg. Á semsagt foreldra í stóru húsi og þrjú yngri systkini. Á systur sem er einu ári yngri en ég. Hún hefur áhuga á svona dansi en ekki miklu meiru. Er strax komin í einhverja klíku með henni og 7 öðrum vinkonum hennar sem heita LOS CHICHIS, eins og þær orða það. Þær eru allar voða næs og líka einhver svakaleg partýdýr þannig ég á að koma með djammfötin til Argentínu, haha. Allar vinkonur hennar hafa adda mér og hún meira að segja randomly addaði einum vini mínum.

Allavega, verð líka í kaþólskum einkaskóla að nafninu Colegio Paulo VI. Ég er smá hrædd við það þar sem ég er trúleysingi, en við sjáum bara til með það.

Einnig, aðeins 4 dagar í að ég fari og ég er í vandræðum með þessi 20 kíló sem ég má pakka! Valkvíðinn í hámarki. En ferðaplanið er einhvern veginn svona:

Út á Keflavíkurflugvöll klukkan 8 á fimmtudagsmorgni. Flýg út 10:30, 6 klst. flug. Kem til New York klukkan 12:30 á staðartíma. Flýg þá til Atlanta klukkan 16:30, eftir 4 klst. bið á flugvellinum. Verð komin til Atlanta klukkan 19:15, eftir tæplega 3 klst. flug, en það er sami tími þar og í New York. Flýg síðan frá Atlanta klukkan 20:50 og verð komin til Buenos Aires klukkan 8 að morgni, að staðartíma, eftir 10 klst. flug.

Það eina sem ég get sagt um þetta ferðalag er að ég ætla rétt svo að vona að ég muni ferðast í fokking þægilegum flugvélum. Ég þoooli ekki flugvélar, alltof þröngar og óþægilegar -.-

Hinsvegar þegar ég kem til Buenos Aires fer ég beint í einhverjar skiptinemabúðir þar sem allir skiptinemar frá öllum löndum koma saman í eitthvert námskeið þar sem við lærum um landið og siðina og eitthvað fleira. Jæja, ætla að segja þetta gott í bili. Næsta blogg verður líklegast bara þegar ég er komin til fjölskyldunnar um næstu helgi.

Hérna er ein mynd af fjölskyldunni minni, svona í lokinn :)

No comments:

Post a Comment