En jæja, update. Í fyrsta lagi, fyrir löngu búið að staðfesta brottför 18. ágúst. Heyrði reyndar eitthvað um það að því yrði frestað til 20. ágúst, en það var bara einhver gella í Ítalíu og ég er ekki alveg að kaupa þetta þar sem ég hef ekki heyrt neitt frá Lindu.
Í öðru lagi, komin með fjölskyldu, hún virkar æðisleg. Á semsagt foreldra í stóru húsi og þrjú yngri systkini. Á systur sem er einu ári yngri en ég. Hún hefur áhuga á svona dansi en ekki miklu meiru. Er strax komin í einhverja klíku með henni og 7 öðrum vinkonum hennar sem heita LOS CHICHIS, eins og þær orða það. Þær eru allar voða næs og líka einhver svakaleg partýdýr þannig ég á að koma með djammfötin til Argentínu, haha. Allar vinkonur hennar hafa adda mér og hún meira að segja randomly addaði einum vini mínum.
Allavega, verð líka í kaþólskum einkaskóla að nafninu Colegio Paulo VI. Ég er smá hrædd við það þar sem ég er trúleysingi, en við sjáum bara til með það.
Einnig, aðeins 4 dagar í að ég fari og ég er í vandræðum með þessi 20 kíló sem ég má pakka! Valkvíðinn í hámarki. En ferðaplanið er einhvern veginn svona:
Út á Keflavíkurflugvöll klukkan 8 á fimmtudagsmorgni. Flýg út 10:30, 6 klst. flug. Kem til New York klukkan 12:30 á staðartíma. Flýg þá til Atlanta klukkan 16:30, eftir 4 klst. bið á flugvellinum. Verð komin til Atlanta klukkan 19:15, eftir tæplega 3 klst. flug, en það er sami tími þar og í New York. Flýg síðan frá Atlanta klukkan 20:50 og verð komin til Buenos Aires klukkan 8 að morgni, að staðartíma, eftir 10 klst. flug.
Það eina sem ég get sagt um þetta ferðalag er að ég ætla rétt svo að vona að ég muni ferðast í fokking þægilegum flugvélum. Ég þoooli ekki flugvélar, alltof þröngar og óþægilegar -.-

Hérna er ein mynd af fjölskyldunni minni, svona í lokinn :)
No comments:
Post a Comment