Ferðasagan

Koma : 18. ágúst 2011

Heimför: 18. júlí 2012

Saturday, 22 October 2011

Ókei.

Hérna aetla ég ad vera úber dugleg og skrifa eina bloggfaerslu. Svo. Ég var ad tjékka dagatalid og telja vikur, akkúrat núna eru lidnar rúmar 9 vikur sídan ég flaug út! Lífid hérna er fallid í thaegilega rútínu. Vakna klukkan fimm mínútur í 7, fer í skólann tuttugu mínútur yfir 7, eydi deginum í ad reyna ad gera eitthvad, í skólanum, fer sídan kannski í enskutíma og sídan eftir thad fer ég í spaenskutíma med klikkada kennaranum mínum sem er einnig ordin nokkud gód vinkona mín.

Enskutímar eru leidinlegir og einfaldir. Ég var sett í 8. level fyrst en faerdi mig nidur um eitt level til ad gera tímatofluna mína adeins audveldari. Thá hinsvegar lenti ég á leidinlegast kennara sem ég hef nokkurn tíman hitt, og thar sem ég efast um ad nokkur hédan geti lesid thetta thá aetla ég bara ad segja ad thessi kennari er mesta tík sem ég veit um. Vid erum ad lesa bók ad nafninu L.A. Movies. Thegar ég byrjadi voru thau búin med 3/4 bókinni. Ég kláradi bókina naesta dag. Hún er 100 bladsídur og svo vidbjódslega einfold ad hún laetur Twilight seríuna virka sem shakespear!

Spaenskutímar eru mikid skemmtilegri og nokkud lengri. Vid erum loksins byrjud ad laera sagnirnar sem eru líklegast thad flóknasta í thessu tungumáli, hvad med allar tídirnar. Annad er nokkud einfalt, madur getur reddad sér upp ad vissu marki. Ég er í spaenskutíma med Niks, thýska skiptinemanum og sídan eru 3 adrir, helmingur af fjolskyldu, 43 ára fadir med bornunum sínum sem eru 14 ára og 10 ára. Thad skrítnasta er ad ég er ordin vinur theirra allra og er ad fara í mat til theirra á mánudaginn! Stelpan sem er 10 ára er mesta krútt og knúsar mig alltaf thegar hún kemur í tímann. Strákurinn sem er 14 ára er ágaetur med brandara og skemmtilegt ad hlusta á hann, hann er svona einn af sem fara um wikipedia og drekkur í sig allan thann fródleik sem hann finnur. Fadirinn er alveg gullinn, meistari í comeback-um. Ég sver, ég hef aldrei gefid neinum eins morg fistbump innan vid einn klukkutíma!

Boxaefingar, fimm sinnum í viku og er ad elska thad! á thridjudogum og fimmtudogum byrjum vid aefinguna á thví ad hlaupa úti, tokum svona 40 mínútna hring medfram ánni og gerum skemmtilegar threkaefingar thar ádur en vid forum aftur ad raektinni, en thar byrjar gamanid. Ég sver, thad er ekki til betri tilfinning en thegar Rodriguez (boxthjálfarinn minn) réttir mér boxhanskana! Talandi um hann, hann er svo fokking hávaxinn ad ég nae honum upp ad maga! Og um daginn fórum vid á one-on-one, thar sem hann var ad leyfa mér ad finna hvernig thad er ad vera í alvoru slag, thó ad hann hélt aftur en ég fékk nokkur hogg. Sérstaklega óthaegilegt fyrir mig, verandi lítil, ad thurfa ad koma naer manneskjunni til ad berja hana vegna stuttra handleggja, en thad gefur manneskju eins og Rodriguez mikid betra faeri á mér, thar sem hann er med sjúklega langa handleggi. Annars eru bara tvaer adrar stelpur ad aefa box, allir adrir eru gaurar sem eru vel vodvadir. Get ekki kvartad. Er samt nokkud ánaegd med sjálfa mig, thar sem ein stelpan er búin ad vera ad aefa í 1 ár og vid erum svo gott sem jafnar!

Sídan er thad náttúrulega skólinn. Mikid ad segja af honum, thessa viku var bekkurinn minn í Buenos Aires, en ég fór ekki med vegna peningaástaeda og thví ad ég er ad plana adrar ferdir, eins og ég mun tala um seinna. Ég átti ad thurfa ad maeta í skólann og vera ein í tíma. Kennararnir áttu líka ad koma og ''kenna'' mér eitthvad en enginn kom og ég endadi á thví ad sitja ein í stofu í 7 klukkutíma, gerandi ekki neitt. Ég sagdi módur minni frá thví og hún sagdi ad ég thyrfti ekki ad fara í skólann thad sem eftir er af vikunni, thannig ég er búin ad vera ad sofa til 12 alla daga og bara chilla.

Sídan er ég ad reyna ad fá thad í gegn ad skipta um skóla. Thad er erfitt thar sem AFS eru thrjóskir á ad leyfa manni og sérstaklega thví ad mamma mín samthykkir thad ekki. Adal ástaeda hennar er sú ad systkini mín, Ivana og Matías, fengu ekki ad ráda í hvada skóla thau aettu ad fara, afhverju aetti ég ad fá thad? Fannst thetta vera thvílíkt sjokk thar sem ég, verandi íslendingur, og von thví ad allir velji sinn skóla eins og their vilja, en hérna thá er thad ekki thannig. Foreldrar velja skólann fyrir thig og thú skalt sko bara gjora svo vel ad fara thangad. Einnig er thad sú ástaeda ad koma mér í skólann. Persónulega sé ég ekki vandamálid hérna thar sem ég get audveldlega komid mér í og úr skólanum sjálf. Annars mun ég klára árid í thessum skóla og sjáum svo til eftir sumarfrí. Já, á einn og hálfan mánud eftir í skólanum og sídan fer ég bara í chill í sumarfrí, á strond og kannski madur ferdist eitthvad sjálfur í janúar eda febrúar, madur veit ekki.

Já, Hrefna, íslenskur skiptinemi í bae nálaegt mínum kom og gisti hjá mér eina nótt, upp á thorfina ad tala íslensku. Ég get hinsvegar sagt ad ég er gód fyrir naestu mánudina thví ad eftir thennan eina dag var erfitt fyrir mig ad svara spurningum á spaensku. Annars er spaenskan mín alltaf ad lagast og verda betri á medan íslenskan mín er ad versna og versna. Ég thori varla ad lesa yfir thetta blogg mitt vegna thess ad villur munu brenna augu mín.

Módir mín á afmaeli í dag. Hún aetlad ad halda eitthvad uppá thad í kvold en veit ekki hvort ég verd á stadnum thar sem mér var bodid í eitthvad partý fyrir alla skiptinema í Neuquén og nálaegt. Samt, manneskjan sem baud mér, greinilega spurdi ekki húseigandann hvort hann maetti bjóda einum auka, thannig ég fae ad vita thad seinna í dag hvort ég fer eda ekki.

Í gaer var annars bara kósýkvold med tveimur vinum, Lilju, sem er frá Noregi og Renato sem er frá Ítalíu. Vid horfum á mynd ad nafninu Los secretos de sus ojos, sem thýdir leyndamálin í augum thínum. Fékk tvo óskara og verd ad segja ad thessi mynd er med mestu meistaraverkum sem ég hef séd! Manneskjur sem kunna ekki spaensku myndu engu ad sídur njóta thess ad horfa á thessa mynd med smá íslensku poppi. Djofull sakna ég íslenska poppsins.

Sumarid er komid fyrir mér. Ég klaedist thunnum kjólum á daginn og thad er ómogulegt ad vera í sokkabuxum. Gleymdu thví. Já, og mig vantar ágaeta sandala. Sídan eru vespurnar farnar ad láta sjá sig. Ugh, thvílíkur vidbjódur. Sídan var ég nú ad frétta thad ad hér finnast svartar ekkjur. A.k.a. stórhaettuleg kónguló. En thúst, ókei, í fína lagi, er ekki hraedd vid kóngulaer, hef meiri áhyggjur af vespunum...

FERDALOG! Gud minn gódur, ég er med thetta á heilanum. Held ad allir skiptinemari fái thetta eftir skiptinámid, longun til ad ferdast og sjá allt eykst til muna. Ég er akkúrat núna ad reyna ad plana ferdalog til svo gott sem 6 landa á naestu 4 árum og thad er fyrir utan útlandaferdir med MR kórnum eda útskriftaferdina mína. Nei, eins og í apríl erum vid íslendingar ad reyna ad setja saman ferd til Uruguay, nánar tiltekid, Punta del Este, sem er basically baer sem thú ferd til, til ad djamma og chilla á strondinni. Eins var sagt, thetta verdur 10 daga strandardjamm! Vandamálin finnast í peningum, hvernig madur kemur sér thangad (Íslendingar hér á mismunandi stodum, mismunandi kostnadur fyrir alla) og sídan thurfum vid víst ad taka med okkur eina manneskju sem er yfir 21 og er hluti af AFS fjolskylda eda sjálfbodalidi. Hingad til hefur thad verid mesta vesenid, en ég held ad thad sé búid ad redda thví.

Svo langar mig líka til ad fara til Ítalíu eftir skiptinám. Thá meina ég beint eftir skiptinámid. Ég á ad yfirgefa Argentínu 18. júlí 2012 og thá langar mig til ad fljúga til Ítalíu, eyda einhverjum dogum í Feneyjum hjá Renato, ítalska vini mínum sem fer reyndar heim í janúar. Sídan myndi ég fara til Torino, hitta MR kórinn thar sem mun vera ad taka thátt í kórkeppni. Vonandi get ég sungid med, en thad er líklegra ad ég muni bara fylgjast ad med theim. Sídan myndi ég fljúga heim med theim 3. ágúst og vera loksins komin heim á klakann!

Sídan á dagskrá er Thýskaland, Austurríki, Japan og Taíland, en vid skulum ekki tala um thad fyrr en ég actually get thad. Sídan vaeri nú nógu langt í thad, en ég aetla pottthétt ad fara thangad einhvern daginn, thar sem madur hefur nú frí hótel alls stadar! Aetla mér líka ad koma mér til Brasilíu og Chile ádur en ég fer heim... Bottom line, ef thid viljid gefa mér jóla-og afmaelisgjof, thá myndi ég thyggja peninga til ad ferdast! Fjarstýrdur leikfangabíll vaeri líka awesome.

Ég er líka ad vinna í thví ad fá meira pláss í herberginu mínu og systur minnar, en eins og er thá er herbergid svona 90% hennar, en módir okkar aetlar ad fara ad kaupa hillu fyrir baekur sem ég pantadi (Ég pantadi 17 baekur af amazon, elskurnar mínar munu koma í byrjun nóvember!) og adra hluti, thannig thá verd ég ordin sátt. Herdartré mun ég líka fá fyrir fotin mín, en er ekki med nein núna.

Já, og sídan á óskalista yfir hluti frá Íslandi:

Íslensk mjólk
Prince Polo
Graenn ópal
Risaedlunammi
Tyrkis Pepper
Dansk Pepper
Rjómabollur
Tolvan mín (svo ég geti downloadad myndum og logum)
Nuddstrokledrid mitt
Spaensku málfraedibókin mín frá 10. bekk
Saengin mín

Skila svo kvedjum til Íslands, sérstaklega til afa míns í Reykjavík, vil óska honum alls hins besta og gódri heilsu :)

Takk fyrir ad lesa bloggid mitt og MRingar sem nenntud ad lesa thetta, fyrirgefid mér fyrir lélega íslensku, ég baeti mig thegar ég kem heim.

Fjolskyldubod, ekki neastum thví oll fjolskyldan, kannski svona 1/20 af henni. Mun aldrei laera oll nofnin o.o

Ég og Niks í chilli nidrí midbae á sólríkum degi


Ég ad fá mér maté. Mjog heilagur drykkur hérna í Argentínu. Btw, tennurnar mínar eru ekki svona gular, thetta er sleikjó sem ég er med.


Hasta la byebye!

Sunday, 2 October 2011

Nueva entrada!! Por fin!

Jaeja, thad er nú lidinn gódur tími sídan ég bloggadi seinast og ég get ekki afsakad mig med neinu odru en hreinni leti. Ég vil upplifa thad sem gerist, skemmta mér, minnast thess en ekki vera neydd til ad skrifa thad. Thad er ástaedan fyrir thví ad ég hef aldrei enst í ad halda uppi bloggsídu eda dagbók. En alltof margir eru búnir ad vera ad spyrja um thetta thannig ég tharf víst ad gera eina massífa bloggfaerslu núna. Vid skulum byrja á byrjuninni;

San Martin de los Andes! Ég fór thangad me fjolskyldunni minni og vinafjolskyldu okkar, sem mun akkúrat vera fjolskylda thar sem besta vinkona systur minnar er, Mica, og Niks, thýski skiptineminn sem er frekar klikkud en mér líkar vid hana.

San Martin er uppi vid landamaeri Chile og thad er stórkostlegt landslag thar! Á leidinni thangad var bara eydimork og endalaus sandur en thegar madur kom thá voru svakalega há fjoll og slatti af trjám, hvert sem thú leist! Baerinn sjálfur var frekar lítill midad vid adra baeji, kannski adeins minni en Akureyri, en thetta hlýtur ad hafa verid fallegasti stadur sem ég hef nokkurn tíman heimsótt! Oll húsin voru gerd úr vidi og allt var voda gamaldags. Ótrúlega kósý, sérstaklega á kvoldin. En thetta er svona skídabaer og sjúklega mikid af skídafatabúdum. Vid fórum nú thangad til ad skída. Vid voknudum klukkan 8 á hverjum morgni og skídudum til 5. Á fyrsta deginum var ég nógu heimsk ad bidja ekki um sólarvorn, en ég brann svo illilega ad húdin byrjadi ad flagna. Thad er ekki fyrr en núna, sirka tveimur vikum seinna sem ég er byrjud ad lagast og andlitid á mér er komid í samt form. En sjitt hvad var samt heitt, ég var ad skída og skídadi ekki í neinu nema thá bara snjóbuxum og sídan hettupeysu, var ekki med hanska eda húfu eda neitt thannig (reyndar brann ég í hársverdinum, thá keypti ég mér húfu, en týndi henni eftir 2 daga). Ég byrjadi bara svona ágaetlega, fór í saemilegar brekkur, en seinast thegar ég skídadi var thad skemmtilegasta sem ég gerdi ad bruna nidur brekkuna. Hinsvegar einhvern veginn odladist ég einhverja haefileika og gat skídad frekar vel thannig ad ég fór í erfidustu brekkurnar, hálsbraut mig naestum kannski svona 10x sinnum og kynntist slatta af fólki. Thetta var svo frábaert frí, ég hef sjaldan skemmt mér eins vel!

Thad var sídan frekar leidinlegt ad thurfa ad yfirgefa San Martin, en ég sver, ég aetla ad koma aftur einhvern tíman og skída thar til faeturnir detta af mér! En vid tókum til baka súkkuladi frá baenum, en San Martin er víst fraegur fyrir yndislegt súkkuladi, og thad er líka satt, thad var frábaert! Ég hugsadi um hana vinkonu mína Sólrúnu Heddu Hermannsdóttur og vildi óska ad ég gaeti sent henni thetta súkkuladi, hún verandi súkkuladiunnandi út í eitt.

Jaeja, hvad meira. Já, sídan thegar ég kom aftur fór fjolskyldan til General Roca thar sem fjolskylda fodur míns býr, til ad heilsa uppá fraenku mína sem er adeins 10 ára en var ad koma frá Buenos Aires eftir heilaadgerd, thar sem var verid ad fjarlaegja hluta af aexli. Greyid vildi greinilega koma til baka til ad hitta alla vini sína og til ad kynnast mér, thví ad greinilega hefur systir hennar, Lara, ekki haett ad tala um mig og hvad ég er yndisleg. Mesta krúttid :D Sídan spiladi ég nú smá fótbolta med fraendssystkinum mínum og babbladi eitthvad um Ísland, en allir eru voda forvitnir um hvernig er ad búa á Íslandi.

Sídan er ég nú bara búin ad vera ad fara í skólann. Thad verdur alltaf heitara og heitara hérna, um daginn var ég ekki í neinum nema hlýrabol og stuttbuxum, en Argar klaedast ennthá gallabuxum. Greinilega í sumar er ómogulegt ad vera í einhverju sem ad naer lengra en mid laeri, thú deyrd. Oh joy x) Ég tharf ad fara ad kaupa mér fleiri pils og stuttbuxur. En ég er nú thegar komin med ogguponsulítid tan, handleggirnir eru nú ordnir alveg ágaetlega tanadir.

Jaeja, sídan thessa helgi fór ég í 6-weeks-camp á vegum AFS í la casa de piedra sem er í La Pampa fylkinu, svona einum og hálfum klukkutíma frá Neuquén. Ég eyddi helginni thar ásamt 13 odrum skiptinemum. Thad voru 2 frá Ítalíu, 2 frá Sviss, 2 frá Thýskalandi, 1 frá Belgíu, 1 frá Japan, 1 frá Taílandi, 1 frá Ungverjalandi, 1 frá Noregi, 1 frá Ástralíu og 1 frá Tyrklandi. Ég kynntist theim ollum frekar vel, en ég thekkti nú Niks ádur, sem er frá Thýskalandi, og Inanna sem er frá Sviss. En sídan kynntist ég líka Manolyu, frá Tyrklandi, Kwan frá Taílandi og Masa frá Japan mest. Thau eru aedislegt, Kwan hlýtur ad vera steiktasta gella sem ég thekki, ég hef ekki fengid svona morg hláturkost á einum degi í marga, marga mánudi! Sídan er Masa yndislegasti gaur sem ég thekki, hann lofadi ad kenna mér smá japonsku og skrifadi nidur stafrófid og svona. Sídan eru thau nú oll búin ad bjóda manni ad heimsaekja thau eftir skiptinám, sem thýdir ad ef ég fer til einhverra thessa landa tharf ég ekki ad borga fyrir hótel, sem er frábaert! Niks er núthegar búin ad rádstafa ad koma hingad í janúar, 2013! (hingad verandi Ísland, haha).

En allavega, í thessum búdum vorum vid meira og minna ad tala spaensku, en hún er oll ad koma, ég get ordid talad hana núna, frekar vandraedalega, en allavega mikid betur en í byrjun. Ég er komin á thad stig ad ég tala spanglish. Ég og norska stelpan vorum ad bera saman tungumálin og komumst ad thví ad vid getum skilid hvor adra ef vid tolum haegt. Sídan bad hún mig um ad tala smá donsku, og ég aetladi ad reyna thad, en gat thad ekki, thví ad ordin sem komu út voru bara spaensk. Ég er ordin betri í spaensku en ég nokkurn tíman var í donsku! Ég er algjorlega búin ad gleyma donskunni, en ég er einnig ad gleyma íslenskunni. Sjálfbodalidi spurdi mig um svidahausa og svona, og thad tók mig svona klukkutíma ad muna nafnid á thví, semsagt svid. Thvílík saela thegar ég loksins mundi thad!

Sídan í dag kom ég heim aftur, nokkrum vinum ríkari. Thad er mikid audveldara ad vingast vid adra skiptinema, their eru adgengilegri útaf tveimur ástaedum; Vid erum oll ad upplifa thad sama, breytingu á thví sem vid thekkjum. Sídan tala thau ensku og ef madur vill hafa almennilegt samtal, thá er thad á ensku, thó ad vid skjótum inn spaensku odru hvoru.

En já, thegar ég kom heim hófst ég handa vid ad lakka gluggana á húsinu, en foreldrar mínir eru ad endurgera framhlid hússins og mig langadi til ad hjálpa til. Thad var frábaert, vid fengum okkur límónad og lokkudum í skínandi sól.

Núna sit ég hérna, klukkan er tuttugu mínútur yfir tíu og ég aetti ad vera ad lesa í ensku, en í stadin er ég ad skrifa thetta blogg. Ojaeja, enskan er nú fljótlesin og audveld. Sídan er kvoldmatur brádum.

Annars er ég farin ad láta mig dreyma haettulega mikid. Ég ímynda mér ad ferdast og njóta lífsins, lifa í ollum londum, laera tungumálin, vera á sama stad í nokkra mánudi en flytja svo. Mig langar til ad ferdast til Thaílands og leigja íbúd med Kwan, sídan langar mig til ad heimsaekja Masa og sídan audvitad Niks. Ég vil fara til Feneyja ad heimsaekja Renato, sem er gaur sem lítur alveg eins út og Harry Potter. Ég vil laera ítolsku, sem aetti ekki ad vera erfitt eftir ad ég laeri spaensku. Sídan vil ég laera Japonsku og kannski laera smá saensku. Ég vil fara í listaskóla í Barcelona og lifa í stúdíóíbúd thar sem ég get málad veggina eins og ég vil og sofa á dýnu á gólfinu.

Basically, ég vil sjá heiminn, ég vil laera ad lifa en ekki festa mig í somu rútínu á Íslandi um aldur og aevi. Ég vil klára skiptinámid mitt hérna í Argentínu, njóta thess hversu mikill leikur lífid er núna.

En thetta er bara draumur. Vid sjáum til hvad ég geri.

Ég aetla sídan ad fara ad minnka facebook notkun mína. Ég hef minni longun til ad vera á facebook, enda hef ég lítid ad gera thar. Ég mun mogulega skipta um skóla og eiga thá kannski meiri frítíma. Ég aetla ad tjékka hvad thad kostar ad fara í listatíma utan skóla, thad er án efa einhver upphaed og ég sé til hvort ég raed vid thad, thar sem foreldrar mínir (thid erud dýrlingar!) eru líka ad borga box aefingarnar mínar og spaenskutímana.

En ég segi thetta nóg, látid ykkur thetta naegja thar til seinna, thad mun líklegast lída lengri tími milli bloggfaersla núna, enda er ég ad verda lot. Thar til naest, njótid lífsins á Íslandi og ég bid ad heilsa ollum vinum mínum, fjolskyldu og fjolskyldumedlimum :)