Hvad vardar annad, thá er líf mitt ad komast í fasta skordur, allt er farid ad virka kunnuglegt fyrir mig ég get sagt med fullri vissu ad ef ég myndi finna mig á stad í borginni sem ég thekkti ekki, gaeti ég audveldlega ratad heim. Ef thad er eitthvad sem Argentínumenn geta skipulagt thá er thad gotukerfi, en ekki mikid annad, thegar madur paelir í thví. Ég byrja alla morgna á thví ad vakna klukkan tíu mínútur í 7. Systir mín vaknar líka thá, en ég er búin ad venja hana á thad. Ádur en ég kom vaknadi oll fjolskyldan klukkan 6:30 en sídan svaf ég alltaf adeins lengur thví ég tharf engann tíma til ad gera mig til. Hinsvegar tharf systir mín thad og hún er alltaf sein, thannig ad vid thurfum alltaf ad bída eftir henni ádur en okkur er skutlad í skólann, en thess vegna hef ég verid sein nokkrum sinnum ad undanfornu. Ekki mikill skadi thar sem allir morgnar byrja á baen og eitthvad svipad í 20 mín ádur en farid er ad kenna. Já, og skólinn byrjar klukkan 7:40.
Byrjud ad taka straetóa. Their eru sjúklega óskipulagdir. Thad er enginn tími á theim, their geta komid hvenaer sem er, madur tharf bara ad fara út í bidskýli og vona ad madur sé heppinn. Ekki beint kjorid til ad taka straetó í skólann. Um daginn sá ég tvo straetó med sama númer á sama tíma. Frekar óhentugt.
Svo er búid ad vera klikkad vedur. Ef ég myndi ekki standa sjúklega út úr myndi ég ganga um í bikinítopp og stuttbuxum, en thetta er ennthá vetur fyrir Argara. Ég veit ekki hvort ég á ad hlakka til sumarsins eda kvída fyrir thví... Ég gekk nidur í midbae um daginn, bara svona 30 mínútna ganga, og hitti skiptinema frá Sviss sem er búinn ad vera hérna í 6 mánudi. Hún var fyrst í Pablo VI, skipti sídan um skóla eftir einn mánud og líkadi alls ekki vid hann. Get ekki verid ósammála, ekki beint skemmtilegur skóli (aetla ekki einu sinni ad byrja á skólabúningnum...) en fólkid thar er samt skemmtilegt.
Jaeja, sídan er ég byrjud ad aefa box, 5 sinnum í viku. Thad er frábaert! Ég held ad ég hafi sjaldan skemmt mér jafnvel og í boxi en vid erum bara tvaer stelpur í 15 manna hóp. Thjálfarinn er líka sjúklega naes, gaur um thrítugt og heitir Rodrígue. Sjúklega hávaxinn, ég nae honum kannski ad brjóstkassa. Hann maetir alltaf á aefingar á gulu mótorhjóli! Líka nokkud gódur thjálfari, er búin ad laera mikid bara á thessari viku! Í endann á aefingunni í dag lét hann mig svo leggjast nidur á magann alveg slok á medan hann nuddadi frekar súra vodva og rykti sídan thannig ad thad brakadi í hryggnum! Thad var sárt, en sídan mikill léttir eftir á. Allavega, thetta er íthrótt sem ég get vel séd fyrir mér ad halda áfram ad aefa. Sídan á thridjudogum og fimmtudogum fer ég í spinning tíma til ad thjálfa tholid og nedri líkamann. Gaeti líka skellt mér í einhverja aerobic tíma en geri thad ekki fyrr en ég er von álaginu á líkamann minn. Sídan eru aefingarnar á kvoldin, klukkan 9! Thá er ordid dimmt úti, og thó ad raektin sé í 5 mínútna fjarlaegd tharf samt ad skutla mér og saekja mig thví ad thad er haettulegt ad labba um hverfid svona seint á kvoldin, sérstaklega fyrir unga stúlku sem og mig.
Núna tharf ég ad fara ad setja saman stutta kynningu á Íslandi á ensku fyrir 2 mismunandi enskutíma, einn fyrir minn enskutíma og líklegast thann sama fyrir enskutíma hjá bekkjarsystrum mínum. Ég taladi samt eitthvad vid skólastjórann og hann taladi um ad ég thyrfti ekki á enskunni ad halda og ég thyrfti ad spyrja AFS hérna hvort ég megi sleppa enskutímunum. Ef svo er, thá losnar mikill tími úr áaetluninni minni, sem er nú ordin sjúklega pokkud. Í gaer kom ég heim úr skólanum um hálf sjo leytid og fór strax aftur til ad fara á boxaefingu sem var thann dag klukkan 7.
Oooog svo er ég nú ad fara í skídaferdalag í naestu viku med fjolskyldunni og annarri vinafjolskyldu hennar, sem eru líka med skiptinema frá Thýskalandi. Thad verdur aedislegt! Er ad fara til San Martin, sem er lítill og sjúklega flottur baer! Vid gistum á hóteli sem er líka algjor lúxus, med heita potti og sundlaug og hvadeina!
San Martin!
I
V
En já, nýr lidur í blogginu mínu mun nú vera vedur.
Vedur í dag: Frekar skýjad, samt nógu heitt til ad láta mann svitna í stuttermabol. Lítill sem enginn vindur.
Einnig, ef amma Ellý er ad lesa thetta, endilega skila kaerri kvedju til afa og vona ad honum farnist vel :)
Thá segi ég thessu bloggi lokid.