Ferðasagan

Koma : 18. ágúst 2011

Heimför: 18. júlí 2012

Friday, 16 March 2012

Ú Í Úllala

Hæhó gott fólk, nú er ég komin að skrifa eitt blogg, þótt ég sé dauð eftir daginn og langar bara helst til að fara að sofa. Áður en ég byrja á því hvernig sumarfríinu lauk og hvað tók við, ætla ég að lýsa deginum í dag. Skóli, meiri skóli, hausverkur, aðeins meiri skóli, heim, út að hlaupa í steikjandi sól, ipodinn dó, heim, úber tens boxæfing, heim, skrifa þetta.

Ókei, semsagt, sumarfríið búið, og ætla að setja einn fílukall við það :( en samt ágætt að byrja aftur í skólanum þótt ég þurfi nú að gera eitthvað núna þar sem ég er mikið færari á spænsku en ég var fyrir sumrfrí. Þannig var það að ég kláraði sumarið með stæl og fór í argentínska útilegu með familíunni og öðrum ættingjum. Það var farið upp að landamærunum (besta þýðingin mín á la cordillera) þar sem Chile liggur. Mikið meiri náttúra þar, jafnvel þótt við séum stödd í Patagóníu. Landslagið minnti mig líka ótrúlega mikið á Ísland! Útskýringin er líklega sú að þetta svæði er mjög virkt eldfjallasvæði. Það var meira að segja kalt á næturnar! Ég svaf í litlu tjaldi og ég var að drepast úr kulda, sem hefur ekki gerst í laaaaangan tíma!

Þetta var annars æðileg útilega, tjölduðum upp við á og leigðum okkur kanóa. Endaði á því að ég þurfti að leiða kanóann fyrir hina unglingana því að enginn kunni að stýra. Var sjúklega gaman. Fór síðan með bróður mínum (sem er 40 ára) niður flúðir! Við veiddum síðan fisk, þótt það hafi verið bannað á þessu svæði, uss... Og grilluðum hann svo yfir eldi um kvöldið. Þau voru alltaf að spurja mig hvenær fiskurinn væri tilbúinn því að ég er nú sérfræðingurinn hérna í fiski! Hahaha!

Allavega, þetta var seinasta helgin. Núna er ég komin aftur í skólann, skila inn verkefnum, lesa bækur, fara í tilgangslausa enskutíma og íþróttir í steikjandi hita. Já, og ég er ekki lengur eini skiptineminn í skólanum, en Niks, þýski skiptineminn var að skipta yfir í skólann, á móti hennar vilja. Foreldrar hennar settu hana bara í skólann! Og síðan er ein stelpa frá Bandaríkjunum, á greinilega að vera módel. Óskaplega næs stelpa og er hér á vegum annara samtaka. Hún þarf að fara í enskutíma, jafnvel þótt að enska sé móðurmálið hennar... Alveg fáránlegt!

Hmm já, hvað annað, jú, ég byrjaði aftur í boxinu, svaka stuð að byrja aftur, var orðin smá ryðguð og var með svoleiðis harðsperrur eftir fyrstu æfinguna að ég gat ekki gengið upp stigann hérna í húsinu mínu. Huggulegt. Annars er þetta betra núna. Fullt af nýju fólki byrjað í tímanum, flestar stelpur. Sjáum til hversu lengi þær endast. Get ekki talið þær stelpur sem hafa komið, mætt yfir eina viku og svo gefist upp. Við erum samt 2-3 stelpur sem mætum vanalega.

Annars er Rodí, þjálfarinn minn, búinn að setja mér fyrir æfingaprógram fyrir utan æfingar. Þannig er það að ég er víst orðin ágætur boxari og ég get hlaupið eins og andskotinn, en þarf samt að bæta mig í viðbrögðum. Hann vill skrá mig í mót áður en ég kem aftur heim þannig að núna er ég byrjuð á kúr og þarf að hlaupa 30 mínútur á hverju degi, helst um morguninn. Mun víst þurfa að vakna klukkan 5 á skóladögum til að fara út að skokka... Þess virði samt. Og svo þarf ég að bæta við styrktaræfingum, s.s. kviðæfingar og fætur. Ég sver, ég verð komin með 6-pack þegar ég kem heim, ég geri svo mikið af kviðæfingum!

Já, boxið er svo 3 í viku, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum en þjálfarinn minn bauð mér á aukaæfingar með öðrum hóp niðri í miðbæ á þriðjudögum og föstudögum, þannig þetta verður fjör!

Og svo þarf ég að sækja sendingu frá Íslandi, frá elskulegu foreldrum mínum, en þau voru svo góð að senda mér eitthvað nammi, bækur og myndir frá Íslandi! =D En pósturinn hérna er alltaf eins vangefinn. Vona að ég geti sótt pakkann á mánudaginn.

Jæja njótið svo þeirra fjóra mánaða sem eru eftir án mín, en það eru rétt svo 4 mánuðir eftir, andskotinn hafi það. 7 mánuðir liðnir. Ekki nógu gott.

Nóg um það, góða nótt gott fólk!

(snúran fyrir myndavélina ekki fundin, engar myndir ennþá)

Saturday, 18 February 2012

Íslendingar, ströndin og hiti

Jæja, nú er orðið langt síðan ég hef skrifað eitthvað, ég er búin að vera úber löt í sumarfríinu mínu, enda lítið að gera hérna nema að drekka maté í miðbænum með einhverjum vinum. En ojæja. Um daginn, áður en við fórum á ströndina, komu einhverjir skiptinemar úr öðrum fylkjum til Neuquén til þess að fara í jöklaferðina sem ég fór í í Desember, og þar á meðal kom einn íslendingur, hún Bryndís!

Mín familía hýsti hana Bryndísi og vinkonu hennar, Liv, í tvo daga minnir mig. Þá var tekinn hinn hefðbundni túr um Neuquén, sem er alltaf settur á mínar axlir þar sem ég þekki borgina best... En allt í góðu. Við byrjuðum á því að fara niður í miðbæ, en það hitti akkúrat á rigningatíð, þannig að það rigndi nógu mikið til þess að það var erfitt að fara yfir göturnar án þess að verða rennblautur í fæturna! Það var ágætlega skemmtilegur dagur, hittum hinn íslendinginn, sem tók rútu í bæinn (býr klukkutíma í burtu), en það mun vera hún Hrefna. Ég fékk svo þær tvær með mér í að syngja afmælissönginn á video sem að vinkona mín ætlaði að senda til Masa, en hann átti afmæli 21. janúar og er nú þegar kominn aftur til Japan. Fékk mig einnig til að skreyta kort og gera einhverjar skemmtilegar teikningar fyrir hann, sem fóru nú bara út einhverja sýru... En þá fórum við á kaffihús, sem er bara klassík hérna úti (og líka alveg sæmilega dýrt...).

En ojæja. Síðan bara áin daginn eftir og étið ís í tonnatali, en ísinn hérna er svona þúsund sinnum betri en allur ís sem hægt er að finna á Íslandi, ekkert djók í gangi.  Það eru svona milljón brögð í boði, mín uppáhöld eru sítrónu, samboya (einhver eggjablanda), rómverskur rjómi, capuccino og dökkt súkkulaði.

Jæja, síðan stuttu eftir að krakkarnir voru farnir fór ég í 10 tíma langt ferðalag til Buenos Aires, fylkið semsagt, til að fara á ströndina. Bærinn hét Necochea og var sjúklega einfaldur, en göturnar virkuðu eins og hnitakerfi, eins og okkar hús var 65, 73 og miðbærinn var 5, 83. Jæja, það var síðan aðeins svalara þarna, guði sé lof, þar sem við vorum upp við sjóinn. Ég gat meira að segja notað yfirbreiðu meðan ég svaf! Síðan á hverjum einasta degi fórum við á ströndina. Einn morguninn ætluðum við að fara í rafting, því það var á þarna nálægt. Ég var að hlakka sjúklega mikið til að fara, en síðan vaknaði ég um hádegi og þá voru pabbi minn og bróðir þegar farnir en systir mín og móðir vildu ekki fara. Ég spurði afhverju þeir vöktu mig ekki og þau sögðu að þau hefðu gert það. Ég hafði sagt að mér væri óglatt og ég vildi ekki fara... Meira að segja spurðu mig tvisvar og systir mín, sem svaf í sama herbergi og ég heyrði mig segja það. Vandamálið er að ég man ekkert eftir því. Var ekkert smá pirruð út í sjálfa mig -.-

Ég elskaði miðbæinn! Langbestur á kvöldin, flestar götur lokaðar og allskonar sýnisatriði í gangi, handgerðir hlutir seldir á götunni og fleira skemmtilegt. Bærinn var sæmilega fullur, samt alveg nóg pláss til að labba. Fannst yndislegt að rölta bara um og skoða mannlífið. Keypti lítið ef það var ekki fatnaður en lét mér nægja að skoða.

Þetta var frábær ferð og var frekar leiðinlegt að þurfa að snúa aftur til Neuquén í hitann. Þess má geta að loftkælingin í bílnum virkaði ekki og við vorum 6 manneskjur í bíl gerðan fyrir 5 manneskjur, ásamt alls farangurs. 10 tímar af þessu gerðu alla hálf taugaveiklaða, þannig það var fínt að koma heim og ráðist var á sturtuna!

Síðan er ég bara búin að vera að láta dagana líða hjá, hitti vini, heng á facebook og tek The Big Bang Theory maraþon. Lilja, Manolya og ég gistum svo heima hjá mér um daginn og við tókum all-nighter, horfandi á The Big Bang Theory, My Little Pony Friendship Is Magic og síðan fékk Manolya okkur í að horfa á einn þátt af Doctor who. Ég og Lilja skitum næstum á okkur, þessi þáttur var fáránlega góður! Það eru víst til einhver video af okkur á bestu atriðunum og eru þau alveg nokkuð hlægileg. En fyrir þá sem horfa á Doctor Who, þá var þetta þátturinn um The Weeping Angels. Sjúkt.

Don't. Blink!

Allavega, síðan erum við Lilja búin að setja okkur það að fara niður í miðbæ allar helga og spila scrabble, en það eru lokaðar göturnar um helgar, sett upp bása með heimagerðum hlutum sem fólk er að selja, oft er hljómsveit að spila og svo nýlega er búið að setja upp spilasvæði þar sem hægt að spila annaðhvort skák eða scrabble. Við förum á morgun klukkan átta, líklegast borðum í miðbænum og spilum scrabble. Klassískt. Svo má ekki gleyma maté!

Svo erum við að fara í útilegu bráðlega. Veit ekki hvort það sé á sunnudaginn eða mánudaginn, en við erum víst ekki með neitt tjald, þannig það er pælingin að taka pallbílinn og gera einhverskonar tjald úr pallinum og síðan getur einhver sofið inn í bílnum. Þetta verður skemmtilegt að sjá!

Heyri í ykkur í næsta mánuði!

Nákvæmlega 6 mánuðir búnir, 5 mánuðir eftir. Tíminn líður!



Tuesday, 17 January 2012

Gotti borðar ost

Jæja, hvar á svo að byrja. Æj, já, afmælið mitt! Næstum kominn einn mánuður síðan!

Allavega, afmælisdagurinn minn var frábær! Ég held að ég geti sagt að þetta hafi verið besta afmæli sem ég man eftir! Ég beið fram að miðnætti þann 22. desember og var kominn með kassann niður, sem foreldrar mínir sendur mér, með ýmist afmælis- og jólagjöfum frá familíunni! Þegar klukkan sló miðnætti var ráðist á mig og pabba minn, en við eigum bæði afmæli á sama degi. Skotið var á okkur kveðjum úr öllum áttum og ég fékk þónokkur skilaboð í símann minn. Ég tók svo upp gjafirnar og fékk þá slatta af fötum, leggings þar á meðal, náttbol, síðann, ermalausan bol, þunna hettupeysu (sem ég get þó ekki notað fyrr en í vetur), inniskó, besta-systir-bolla (getið frá hverjum) og loks fékk ég fallega teikningu frá litlu systur minni og stórkostlegt teiknisett frá foreldrum mínum hérna! Faðir minn tók síðan upp sinn pakka, sem var nú ekkert en glænýtt golfsett! Frábær byrjun á góðum afmælisdag.

En þá fór ég að sofa og daginn eftir hjálpaði ég til með að gera heimilið til fyrir afmælisveisluna það kvöldið. Ég sópaði veröndina og þreif gluggana og svona þar til að Masa kom í heimsókn og þá sendi systir mín mig í burtu, segjandi að það væri nú afmælisdagurinn minn, að ég ætti ekki að þurfa að gera þetta.

Um kvöldið, svona um 8 leytið byrjaði húsið að fyllast, og við vorum með hoppukastala út í garði fyrir litlu krakkana (þó ég hafi nú tekið mér leyfi til að hoppa aðeins þar...). Bornir voru fram típískir argentískir réttir og svo á slaginu miðnætti voru settar fram tvær stórkostlegar kökur, ein súkkulaðikaka með kertanúmerunum 17 ætluð mér og ein maregnsterta með kertanúmerunum 69 ætluð föður mínum. Það er víst til video af því þegar við blésum kertin og á víst að gefa mér eintak af því svo ég geti tekið það með mér til Íslands þegar tíminn kemur. Jæja, það voru svo yfir 50 manns í þessu boði! Þetta var frábær dagur sem ég mun aldrei gleyma!

Svo daginn eftir voru nottla jólin. Fjölskyldan svaf fram til hádegis og vorum bara að slaka á allan daginn. Það var óvenju kalt þann dag, aðeins 28 gráðu hiti þannig við fórum ekkert að ánni eins og flesta daga. Svo um kvöldið, um níu leytið fórum við að skipta yfir í ágætu fötin og farið yfir til frænku minnar, systur móður minnar, en hún á hús aðeins fyrir utan borgina sem er á akri þar sem þau rækta kirsuber og epli. Maturinn var ágætur, fínasti kjúklingur sem frænka mín eldaði. Við borðuðum um hálf ellefu leytið og svo á slaginu miðnætti var óskað gleðilegra jóla og farið út að skjóta upp flugeldum (sem voru þó ekkert miðað við þá flugelda sem sjást á hinu íslenska gamlárskvöldi). Svo um hálf tvö leytið kom jólasveinninn, meðan við vorum ennþá úti. Krakkarnir hlupu til að reyna að ná honum, en sáu hann rétt svo hverfa inn í skóginn. Sneru þau svo að húsinu hlaupandi og fundu gjafir handa öllum þar! Ég fékk hvítar stuttbuxur og sjógrænan kjól, ótrúleg flott! Litli frændi minn fékk svo fjarstýrðan bíl en ég vil meina að við unglingarnir höfðum meira gaman af honum heldur en flest börnin...

Þess má minnast að það voru allir að deyja úr kulda á meðan ég var róleg í stuttbuxum og stuttermabol xD

Svo liðu dagarnir, flestir vinir farnir eitthvað í frí yfir hátíðirnar. Ég og Lilja hittumst oft til að fara að ánni og lesa og hafa það kósý, eins og við norðlendingarnir einir þekkjum.

Á gamlárskvöldi fórum við svo til Roca þar sem var lagt á borð fínustu rétti sem fylltu tvö borð! Það var bara hlaðborð og troðist að matnum. Dagurinn sjálfur var með þeim heitari þessa tíð, 40 gráður, jafnvel um kvöldið! Sem betur fer var sundlaug í garðinum hjá frænku minni þannig maður eyddi öllum deginum í bikíníunum sínum (eins og reyndar flestum dögum). Um kvöldið var svo borðað, þó að ég reyndar var vel veik um þetta leytið og gat því ekki látið neitt ofan í mig, hvorki mat né eftirrétt. Ég rétt svo náði að sjá flugeldana á miðnætti (sem voru stórkostlegir!) áður en ég beinlínis datt niður í sófann og lá þar í veikindismóki það sem eftir lifði nætur. Þvílíkt leiðinlegt að muna eftir áramótunum svona :(

Heyrðu, svo er hitinn hérna orðinn svo rosalegur að ég hef tekið upp á því að sofa niðri í stofu. Þar sem herbergið mitt er á efri hæðinni og þar sem það er ekki nein loftkæling í því, þá deyr maður af hita á næturnar, þannig ég flutti mig niður í sófann í stofunni og hef sofið þar seinustu 3 vikurnar og sé fram á að þurfa að gera það fram undir lok febrúar. En þökk sé þessu, þá er ég komin með yfir 30 moskítóbit því að það er ekki flugnanet fyrir gluggunum í stofunni. Virkar lítið að láa moskítófæli á sig. En ég vel moskítóbit yfir svefnlausa nótt hvenær sem er. Þó að það er nú líka orðið erfitt að sofa niðri eins og er. Bara fyrir tveimur dögum svaf ég ekkert um nóttina vegna hita, en svitadroparnir bókstaflega láku af enninu. Mér skilst þó að foreldrar mínir séu að vinna í að kaupa loftkælingu, guði sé lof!

Jæja, svo var fremur erfiður dagur í gær fyrir alla skiptinema, en það var brottfarardagur fyrir þá sem komu í febrúar eða þá sem komu í ágúst í hálfs árs dvöl. Sex skiptinemar kvöddu Neuquén; Masanori frá Japan, Renato og Alexa frá Ítalíu, Lara og Inanna frá Sviss og Kwan frá Taílandi. Skiptinemar og fjölskyldur söfnuðust saman á rútustöðinni, þar sem þau myndu ferðast með rútu til Buenos Aires fyrir lokanámskeiðið þeirra. Þetta var ótrúlega erfitt, þannig að auðvitað bakaði ég súkkulaðiköku handa fólkinu og framkallaði og innrammaði sex myndir til að gefa farandi skiptinemunum, en myndin var af þeim skiptinemahópi sem var í Neuquén. Vildi að ég gæti ennþá sagt er... En þannig var að fjölskyldurnar voru grátandi, vinir voru grátandi, skiptinemarnir sjálfir voru grátandi. Erfiður dagur og ég mun sakna þeirra allra. Þetta er það erfiðasta við skiptinámið, býst ég við. Þú kynnist fólki en þarft svo að kveðja það, ekki vitandi hvenær eða hvort þú munt hitta þetta fólk aftur. Loks kom tíminn, þeir voru kallaðir út í rútu og allir voru að kveðjast í hinsta sinn. Ég get ekki lýst þeirri tilfinningu sem tók yfir mig þegar ég sá þau í hinsta sinn veifa frá rútunni... Og hugsandi, þetta verður ég eftir 6 mánuði. Já gott fólk, það eru núþegar liðnir fimm mánuðir og sex mánuðir eftir. Tíminn líður of hratt að mínu mati.

Jæja, það þýðir ekkert að væla um þetta og bara njóta þess tíma sem er eftir með þeim vinum sem eru eftir!

Á morgun er fjölskyldan mín svo að fara að taka á móti tveimur skiptinemum í tvær nætur, en þær ferðast frá Rosario hingað til Neuquén til að fara í ferð suður að sjá jöklana (þá sömu sem ég fór í seinasta mánuð) og þær þurfa stað til að gista á. Þar á meðal er Bryndís, íslenskur skiptinemi og Liv, frá Þýskalandi. Ég mun svo taka að mér það verk að sýna þeim bæinn og ánna. En svo þann 21. janúar ferðast ég með fjölskyldunni minni til Necochea, sem er strönd í Buenos Aires fylkinu og munum við eyða viku þar, einungis í sólbaði og gera ekki neitt. Hljómar bara nokkuð vel fyrir mig!

Jæja, ég myndi síðan láta inn nokkrar myndir, en er búin að týna snúrunni til að hlaða niður myndum úr myndavélinni minni, þannig það verður að bíða þar til ég finn hana eða kaupi nýja. Ég bæti bara við fleiri myndum á næsta bloggi!

Í endann vil ég segja að ég er að deyja úr hita hérna. Þetta er víst heitasta sumar sem hefur verið í langan tíma! Allir eru að bráðna hérna úr hita, og varla er lifandi hundur úti fyrir á daginn! Svona er það nú að það er víst heita hérna en í þeim fylkjum fyrir norðan, en þar er vanalega sjóðandi hiti! Svo gerðist það í kvöld að það rigndi, með þrumum og eldingum og öllu. Það er frábært tímabundið, þar sem ég get þá líklegast sofið í herberginu mínu í nótt, en á morgun verður hiti með raka, sem er þá öllu verri.... Óskið mér góðs gengis!

Góða nótt, ég er farin að sofa!

Thursday, 22 December 2011

Leeeeet me see your funky chicken!

Jæja, þá er víst kominn tími á annað blogg og ég hef engan veginn nennu til að skrifa þessa massífu ritgerð, og finn ég til með ykkur sem ætlið að lesa þetta allt. En ef þið lifið af, endilega skilja eftir komment!

Jæja, áður en ég fór í ferðalag suður á bóginn var ég að standa í veseni með vinkonu minni. Þannig var mál með vexti að hún lenti á frekar leiðinlegri fjölskyldu, þar sem mamman er einhver frú í AFS þannig að það má ekki snerta hana, þannig þessi vinkona mín getur ekki kvartað. Sérstaklega þar sem að trúnaðarmaðurinn hennar var besta vinkona móður hennar. Ég og vinir mínir vorum a berjast fyri því að hún myndi kvarta, eða að minnsta kosti skipta um trúnaðarmann, en það var vesen þar sem hún var hrædd við að hlutirnir myndu versna. Hún var bókstaflega notuð á heimilinu í að baða hundana, þvo þvottinn og diskana, hún mátti sjaldan fara út til að hitta vini sína, sérstaklega skiptinema og SÉRSTAKLEGA stelpurnar frá norðurlöndunum (semsagt ég og Lilja frá Noregi) þar sem að við vorum greinilega með of sterk áhrif á hana þannig að hún byrjaði að standa upp fyrir sjálfri sér.

Allavega, ég var eitthvað að vesenast í þessu fyrir hana í AFS og tala við fólk sem hægt var að treysta og fékk trúnaðarmanninn minn til að gerast trúnaðarmaður hennar. Hún er nú búin að finna nýja fjölskyldu og flytur til hennar í lok janúar, en þar til verður hún að vera hjá þessari hræðilegu fjölskyldu. Þegar hún kemst loks úr þessu húsi, ætlum við, vinir hennar, að senda bréf til AFS international til þess að þessi hörmulegi kvenmaður geti aldrei tekið þátt í neinu hvað varðar AFS aftur, en hún er búin að vera að taka inn skiptinema frá Asíu (því að þeir eru meira undirgefnir) seinustu 10 árin og er að fá peninga undir borðið fyrir það! Greinilega búin að vera sama sagan hjá öllum hinum skiptinemunum hennar, sem er hræðilegt! En núna fer þetta að batna, vonandi.

Já, og ég klippti svo hárið á mér sæmilega stutt. Er að fíla það í botn.

Ég síðan hunskaði mér í ferðina suður að El Calafate, og sá landið í leiðinni. Mikil eyðimörk þar sem að ég þurfti að ferðast í gegnum Patagóníu. Ég ferðaðist meðfram ströndinni og sá sjóinn í fyrsta skipti í 4 mánuði. Það var yndislegt! Við stoppuðum á nokkrum stöðum og hver ströndin var fallegri en hin! Fallegasta ströndin var svo í Puerta Madryn, en þar var fínn hvítur sandur, ótrúlega fallegt landslag og brennandi hiti! Yndislegur staður! Allavega, við fórum í rútu og þetta var alveg sæmilega langt ferðalag, þannig að fyrstu nóttina sváfum við í rútunni. Get ekki sagt að ég hafi sofið vel né mikið, en allavega næstu nótt stoppuðum við í Rivadavía og gistum á hóteli þar. Ekkert æðislega fallegur bær, en var þó við ströndina og hótel herbergin voru actually hótel herbergi, en ekki þetta sama rusl sem er fært manni af AFS, þar sem maður sefur á grjóthörðum beddum með 5 öðrum í herbergi, eitt baðherbergi og hart brauð og vont kaffi í morgunmat. Nei, maturinn var líka alveg ágætur. Við fórum svo í útsýnisferð um bæinn morguninn eftir, þó að það var nú heldur lítið að sjá. Lögðum síðan af stað aftur um hádegi og ferðuðumst fram til hádegis daginn eftir, en þar fór enn önnur nótt í rútunni áður en við komum loks að El Calafate.

El Calafate er yndislegur bær, lítill og fallegur. Dálítið gamaldags og ráááááándýr! Ótrúlega fallegir hlutir þarna! Ég féll fyrir spiladós sem spilar hluta úr tangó, stuttermabol sem hefur mynd af kind klífandi upp jökul og armband með hefðbundnu munstri frá Patagóníu. Þurfti síðan líka að kaupa einhverjar gjafir handa fjölskyldunni, svoleiðis er venjan. Keypti hálsmen handa bróður mínum og systur, litlu systur minni gaf ég litla kind sem var alltof krúttleg. Gaf ég svo foreldrum mínum cerveza artesanal (náttúrulegur bjór frá Patagóníu, á víst að vera sjúklega góður) og svakalega flott te handa föður mínum, þar sem hann má lítið drekka bjór.

Síðan fór ég í 3 excurciones, man ekki orðið fyrir þetta (bæbæ íslenska). Byrjuðum á 2 tíma reiðtúr sem var kósý en frekar hægur. Hestarnir voru algjörlega heilaþvegnir og neituðu að gera neitt sem var úr takti við hópinn. Ég var orðin sæmilega pirruð að vera að fara á hraða snigilsins. En það skánaði þegar við komum aftur á sveitabæinn þar sem boðið var upp á köku og maté og tekið þátt í leik. Þannig var leikurinn að það var nagli negldur við veginn og beygður. Síðan hékk hringur á snæri úr loftinu og markmiðið var að sveifla hringnum þannig að hann myndi festast á naglanum. Sjúklega erfitt og í endann þá voru það bara tveir úr 30 manna hópnum sem náðu því; Trúnaðarmaðurinn minn, Franco, og ég! Stolt ^-^

Næsta dag fórum við svo í minitraekking, semsagt sett tennur á fæturna og klifum upp jökul. Tók alls 3 tíma og var æðislega gaman. Þess má minnast að jökullinn hét Perito Moreno og er þriðji stærsti jökull í heimi! Ég var fyrst í röðinni og var að dýrka að geta loks notað lopapeysuna mína! Í endann vorum við tekin niður að rótum jökulsins þar sem við fengum okkur dýrindis alfajores og drukkum wiský með klaka úr jöklinum! Síðum fórum við upp að skála og borðuðum nestið okkar þar. Þarna sveimuðu svo stærðar flykki sem kallast víst flugur þarna. Þær voru allavega tvisvar sinnum stærri en fiskiflugurnar okkar á Íslandi og það var krökkt af þeim! Hjálpaði heldur ekki að heyra að þær stinga. Ég var þó heppin og fékk bara tvær stungur. Síðan var Masa, vinur minn frá Japan, nógu heppinn að hitta á par frá Japan sem hafði akkúrat verið að klífa upp á jökulinn. Ég var örugglega sú eina sem þreyttist ekki af því að heyra þau tala japönsku og algjörlega neitaði að tala ensku við þau, þótt þau kunnu hana, og lét bara Masa þýða fyrir mig úr spænsku. Ég reyndi líka að bjarga mér með þau fáu orð sem Masa er búinn að kenna mér, hahah :D

Hitti síðan mann frá Englandi á bátinum á leiðinni heim í höfn og hóf samtalið á spænsku, en þurfti svo að skipta yfir á ensku, mér til mikilla óþæginda þar sem enskan mín er orðin meira og minna brotin. Það versnaði síðan þegar ég komst að því að þessi gaur var enskukennari á Englandi. Ég hóf samtal við hann þar sem hann var í skyrtu frá háskóla Íslands og var forvitin, spurði hvort hann hefði farið til Íslands. Hann bjó víst þar í einhverja 3 mánuði og er búinn að vera að ferðast um heiminn svona! Hann t.d. var að ferðast um Suður-Ameríku á 6 mánuðum og ætlaði næst að sigla yfir til Chile! Þetta er eitthvað sem mig myndi dreyma um að gera! (líka því hann var að pæla í að GERA eitthvað, ekki bara að chilla á sólarströnd, hef virðingu fyrir þessum gaur).

Allt í góðu, síðan morguninn eftir var 7 tíma ferð á stöðuvatninu þar sem við gátum séð slatta af jöklum. Ótrúlega fallegt en varla peninganna virði, þar sem flestir sváfu megnið af tímanum.

Ég og trúnaðarmaðurinn minn náðum nokkuð vel saman í þessari ferð. Kom í ljós að hann er actually epísk manneskja! Við vorum bara að hafa það rólegt í rútunni þegar ég tók eftir því (á milli þess sem Masa var að stela koddanum mínum) að Franco (trúnaðarmaðurinn minn) var að spila pokémon í tölvunni sinni. Ég nottla flippaði og einnotkaði tölvuna hans það sem eftir var, spilandi pokémon. Æðislegur leikur ^^ Einnig bonduðum við yfir Charlie the unicorn, þar sem á random tímum yfir ferðina byrjuðum við að syngja ''PUT A BANANA IN YOUR EEEEAR, YAY!'' og ''You're the banana king, Charlie!'' og ''Come to the candy mountain Charlie!'' og ''I AM the banana king!'' og ''Guys? Guuuuys? Ah, shit, not again!''. Endaði á því að ég keypti banana handa Franco og það var án alls gríns besta gjöfin sem hann hafði fengið þangað til! Þess má einnig minnast að allar stelpurnar í ferðinni voru að deyja yfir honum, þar sem þessi gaur er nú alveg sæmilea heitur. Fannst það frekar fyndið hvað þær voru allar að sleikja sér upp að honum.

Svo mynduðust hvorki meira né minna 4 pör úr þessum 30 manna hópi sem fór í ferðina! Frekar næs. 

Jæja, þá var kominn tími til að snúa til baka og þurftum við enn og aftur að ferðast og sofa mikið í rútunni. Við stoppuðum til að borða hádegismat í Río Gallego, en við fengum klukkutíma til að róma um bæinn. Lilja og ég lögðum af stað í dauðaleit af bókabúðum en fundum bara þær sem voru lokaðar. Greyið Lilja viðurkenndi það svo að við værum einungis vinkonur því ég er með sæmilega vel innbyggt ratskyn og hún hafði ekki glóru um hvar hún var á endanum. Við fundum síðan eina búð þar sem ég keypti mér maté (semsagt málið undir jurtina) og var það alveg fallega lime-grænt. Mun ég svo kaupa annað einhvern tíman seinna sem er aðeins meira í anda Argentínu!

Við stoppuðum í Puerta Madryn, æðislegur bær! Gistum á 4 stjörnu hóteli, borðuðum 4 rétta máltíð og gistum á 8. hæð með æðislegu útsýni yfir sjóinn og ströndin beint á móti! Leiðinlegt að við fengum bara eina nótt þar, og megnið af deginum sem við eyddum þar fór í túr um fylkið, semsagt ekki um bæinn og vorum því að túrast eitthvað um eyðimörkina þar sem einhver gella benti á eitthvað áhugavert en flestir voru sofandi innan við 15 mínútur. Næsta dag og nótt var svo eytt í rútunni. Um nóttina voru allir sofandi og einu ljósin í rútunni voru hjá mér og Masa þar sem hann var að reyna að kennar mér Truco, hefðbundið og ótrúlega flókið spil Argara. Þvílíkt kerfi á bakvið þetta spil en á innan við klukkutíma vann ég hann auðveldlega. En síðan var nú farið að sofa, kannski af hluta til því hann vildi ekki tapa fyrir mér aftur ^-^

Jæja, komumst við svo loks aftur til Neuquén þar sem var brennandi hiti. Þeir fáu dagar þar sem ég naut þess að það væri ekki alltof mikill hiti, voru liðnir. Strax morguninn eftir var skottast á hitting með yfir 35 skiptinemum (skrítin sjón á götum Neuquén, þar sem flestir voru ljóshærðir (að mati Argara, allavega)), ég bauð upp á terreré (maté gert með djúsi í stað heits vatns) og síðan fórum við og fengum okkur ís. Að lokum fórum við 4 að ánni og stungum okkur í yndislega þægilega svalt vatnið. Besta tilfinning sem til er!

Jæja, svo fór ég niður í bæ í gær til að hitta Niks, þýsku vinkonu mína, og spænskukennarann okkar, Tania, sem er snillingur. Ég og Niks vorum akkúrat að útskrifast úr fyrsta námskeiðinu í spænsku og þar sem þetta var lok skólaársins fórum við á kaffihús, nánar tiltekið Havanna (ó, hve yndislegt er þetta kaffihús). Vildi líka svo til að ég hitti á Masa niðri í bæ þar sem hann hélt á nýkeyptri afmælisgjöfinni minni, og gaf mér hana strax. Fékk ótrúlega fallegt skartgripaskrín frá honum, lítið egg, blátt á litinn með gylltum blómum teiknuðum yfir það. Fyrsta afmælisgjöfin komin í hús! Svo á maður afmæli á morgun og fær þá einhverjar gjafir. Það verður meira að segja haldið upp á það, þvílíkt fjölskylduboð, báðar fjölskyldurnar koma í hús (semsagt frá móður minnar og föður míns hlið) með kökur og gúmmelaði. Ég væri alveg til í að segja að þetta væri bara fyrir mig, en bæði ég og faðir minn eigum afmæli á morgun, þannig við höldum upp á þetta saman. Aðeins tveir vinir mínir koma í boðið á morgun en ég held síðan annað eftir jól fyrir alla vini mína þar sem við förum niður að á og böðum okkur í sólinni (líklega í eina skiptið sem ég mun geta haldið afmælið mitt í þvílíkri blíðu).

Jæja, ég segi þetta gott, og læt nokkrar myndir fylgja. Gleðileg jól til ykkar allra!

Ég og Ronja, þýsk vinkona mín


Ég og Masa í Rivadavía

Jólasveinninn hérna gengur um í stuttbuxum og fer að sörfa

Franco, takandi hópmynd fyrir alla. Eftir að þessi mynd var tekin, bættust við 6 myndavélar


Hópmynd, allir skiptinemarnir sem fóru í þessa ferð

Ronja við hliðina á skilti sem segir hvað eru margir kílómetrar í stærstu heimsborgirnar

Skiptinemarnir sem fóru í reiðtúr á heilaþvegnum hestum

Ronja með dauða kanínu

Ég, Ronja og Lilja á leiðinni í Minitraekking

<3

Perito Moreno jökullinn

Báturinn sem við tókum yfir til jökulsins


Verið að setja tennur á skóna mína

Ég og Ronja standandi á 3. stærsta jökli í heimi

Eins konar íshellir

Ronja, Lilja, ég og Masa

Ég og Franco, trúnaðarmaðurinn minn

Æðislegt útsýni!

Hópmynd!





Ég haldandi á hluta af jöklinum 

Útsýnisstaður fyrir ofan Puerta Madryn

Lilja lesandi á ströndinni, með kjólinn minn og skyrtuna mína undir sér!

/Njóta sólarinnar


Gjöf sem við gáfum Franco; ''Más que un voluntario; Un amigo'' sem þýðir ''Meira en sjálfboðaliði; vinur'' og síðan undirskriftir frá öllum í ferðinni

Thursday, 1 December 2011

Góð ástæða til að læra ekki fyrir próf

Ég ætla að gera ykkur tilboð, kæru MR-ingar mínir. Þið eruð nú byrjuð í prófum sem þýðir bara eitt; Þið takið hvert tækifæri til að fresta því sem þarf að gera. Hér er ég með gott blogg um skemmtilega lífsreynslur og alveg próflaust líf. Endilega frestið að læra og dífið ykkur ofan í bloggið mitt í leit að skjóli frá prófaskrímslinu mikla. Það má líka minnast á það að það er hægt að fresta en meir með því að skrifa smá bunu til svars við þessu bloggi!

Jæja, annað blogg til að forða ykkur fáu fastagestum hér á síðuna frá langri og leiðingjarnri bunu um líf mitt hér, sem rennur saman í eitt þar sem ég verð fljótt leið á að útskýra hvern einasta hlut. Ég hef samt á tilfinningunni að þetta gæti orðið smá langt, þannig endilega, gangið aðeins um áður en þið stirðnið fyrir framan tölvuna, fáið ykkur epli (eða fyrir suma, nammi (Ókei, flesta)). Setjist svo endilega aftur niður og njótið ferðarinnar.

Sælir verið þið kæru lesendur. Ekki hefur liðið langur tími, en stuttu eftir seinasta blogg gerðist eitthvað sem hreyfði við stórborgarsál fólksins hér, en þrjú lítil börn voru myrt í þessari viku. Ég veit ekki smáatriðin, en af því sem móðir mín sagði mér þá var allavega einn strákur 9 ára gamall og annar sem var 6 ára, en kærasti móður hans ákvað að myrða hann vegna rifrildis milli hans og móður drengsins. Svona er lífið. Það heldur áfram, en annað en á vissri klakalagðri eyju, þá var þessu fljótt gleymt og tók ekki yfir meirahluta komandi fréttablaða og sjónvarpsfrétta.

Um helgina var svo farið til Gr. Roca, bær í 40 mínútna fjarlægð frá Neuquén þar sem föðurfjölskylan heldur Asado aðra hverja helgi. Það var auðvitað steikjandi hiti þannig við tókum með okkur þau sundföt sem við þurftum og drifum okkur strax ofan í ískalda sundlaugina sem þau eru með í garðinum, okkur til mikillar lukk. Frábær dagur, þar sem ég einungis slakaði á og naut kalda vatnsins ásamt ljúffengu Asado. Alls konar kjöt var borið fram, grillað yfir eldi og jafnvel heill svínsskrokkur! Síðan er alltaf eftirréttur, en það var nú lítið úr því þar sem móðir mín gleymdi að gera Tiramisú kvöldið áður og þurfti fólkið að sætta sig við ávaxtasalat, sem var þó ekki slæmt með góðum skammti af rjóma.

Um leið og var komið heim, sem var um átta leytið, eftir að skotist var út í bakarí og keypt alls konar gotterí handa krökkunum (það varð múgæsingur þegar 10 krakkar hlupu að einni manneskju haldandi á gotteríi), þá skipti ég um föt, safnaði saman dóti í poka og dreif mig til vinkonu minnar. Þessi umtalaða vinkona mun vera Lilja, skiptinemi frá Noregi sem er alveg mesta yndið. Okkur kemur vel saman þar á meðal vegna sameiginlegra hefða frá norðurlöndunum. Til þess má geta að við báðar söknum stóru, þykku, hlýju dúnsængnanna okkar! Svo ekki sé minnst á kósýkvölda. Þið Íslendingar vitið alveg hvað ég meina, þar sem til er nú lag um það á þessari guðblessuðu eyju okkar.

Já, við erum að tala um kósýkvöld, kósýkvöld þar sem valdar eru bíómyndir, þættir, hvað sem er. Valið er fólk (Því ekki allir eru hæfir í kósýkvöld) og er svo haldið í hefðbundna ferð út í sjoppu og keypt vandræðalega mikið af óhollyndum. Þegar þið síðan flýið undan ávítandi augnaráði afgreiðslumannsins haldiði heim á leið til að byggja ykkur upp hreiður. Þá erum við að tala um alla tiltæka kodda í húsinu ásamt öllum þeim teppum og dúnsængum sem þið getið fundið.

ATH. 

  • Finna þarf ALLAR fjarstýringar áður en er sest niður í hreiðrið.
  • ALLIR þurfa að fara á klósettið áður en myndin/þættirnir eru settir af stað, svo að ekki þurfi sífellt verið að stoppa.
  • Nammið skal vera raðað upp á borði, sem skal vera upp við sófabrúnina, svo ekki þurfi að teygja sig.
  • Náttföt eru nauðsyn.


Jæja. Ég og Lilja gerðum nákvæmlega þetta, en hér er ekki algengt að fólk kaupi nammi eða gotterí með mynd. Hér er ekkert sem heitir kósýkvöld. Þannig að þegar við fórum út í sjoppu til að kaupa vandræðalega mikið nammi var öll sjoppan og afgreiðslumaðurinn sjálfur hneykslaður á magni gotterísins, þó að venjulegur Íslendingur hefði ekki kippt sér upp við þetta. Því næst byggðum við okkur hreiður, en auðvitað án þykku dúnsænganna okkar. Það varð að duga að safna teppum og koddum. Því næst var sett í tækið The Pianist en þá mynd get ég kallað meistaraverk (einnig þess virði að nefnast á það að í sömu viku horfði ég á La Vida es Bella og The boy in the striped pyjamas og mæli eindregið með þeim öllum þrem fyrir þá sem hafa ekki séð þær. Allar um seinni heimstyrjöldina).

Brb, þarf að drepa hlussukónguló sem var að birtast hér í herberginu.

Þríf klessuna upp á morgun. Allavega, þegar við fórum að sofa gengum við inn í herbergið og á okkur réðst kakkalakki á stærð við stórutánna á mér! Lilja kallaði upp en ég var fljót til og tók hvítu skónna hennar og barði einu sinni, tvisvar, þrisvar, fjórum sinnum, fimm sinnum! Þar til kakkalakkinn hætti loks að hreyfa sig. Eftir það skemmti ég mér við þá tilhugsun að ég svo gott sem myndi sofa á gólfinu þá nótt, á dýnu sem var 5 cm þykk. Sofnaði ég nú samt nokkuð fljótt því að Lilja er með loftkælingu í herberginu sínu! Held að þetta hafi verið í fyrsta skiptið í langann tíma sem ég gat sofið með ábreiðuna yfir mér! Ó, grimma loftslag, hví leyfirðu mér ei að sofa góðum nætursvefni?

Svo vildi til, að á mánudaginn eftir að öll familían var komin heim frá ánni (þar sem ég btw fékk einhverjar tanlínur í fyrsta skipti síðan ég fór til Spánar fyrir góðum 3 árum) þá fór litla systir mín að dunda sér við 100 bita prinsessu púsl. Hún bað mig síðan um að hjálpa og ég, verandi púsl sjúk, settist strax niður. Seinna kom mamma okkar og hún víst verandi líka púsl sjúk, settist niður og við hjálpuðumst að, og það endaði á því að greyið litla systir mín dró sig út og fór bara og fékk sér að borða. Mér og móður minni til mikilla vonbrigða vantaði svo 7 stykki og því gátum við ekki klárað. Hinsvegar á móðir mín víst 1000 bita púsl og við ætlum vonandi að fara að strögglast með það á næstunni.

Ég fékk svo senda ávísun á að ég ætti kort og pakka í pósti. Hífði ég mig upp á föstudeginum klukkan 8 til að fara niður á pósthús, en ég get víst bara sótt alþjóðlegar sendingar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum milli 8 og 12 (Til að minnast á það einhvers staðar, þá bjóst ég við 3 bókum sem áttu eftir að koma úr bókasendingunni miklu, en það er semsagt hringadróttinssaga). Fór þangað, rétti konunni ávísunina og rétti hún mér þá bara aðra ávísun, sem var semsagt kortið inni í sendingunni. Þessi ávísun sagði mér að koma seinna og sækja pakkann. Ég skildi ekkert í þessu kjaftæði, en ákvað að ég nennti ekki að pæla í þessu og gekk þá heim. Allt í fína. Síðan í morgun vaknaði ég klukkan 7, fór í spinning og eftir á skokkaði ég á pósthúsið með ávísunina. Beið í röð og rétti svo konunni ávísunina ásamt vegabréfinu mínu (sá til þess að ég gleymdi því EKKI í þetta skiptið). Hinsvegar virðast þessir Argar alltaf finna sér ástæðu til að gera vesen og ákvað konan þá að ég þyrfti að vera 18 ára eða eldri, eða í fylgd með 18 ára eða eldri til að geta tekið á móti sendingunni MINNI. Lenti ég þá í 10 mínútna rifrildi við konuna, þar sem ég hafði augljóslega mætt tvisvar áður og aldrei verið vandamál með aldurinn minn. Hún gaf sig ekki og þurfti ég enn og aftur að yfirgefa póstinn. Ég er búin að fá upp í kok af þessu kjaftæði þeirra, en ekki get ég gert neitt, þeir hafa í haldi kæru bækurnar mínar.

Jæja, ég sæki þær á föstudaginn ásamt móður minni, en við erum akkúrat núna að stússast í að senda pakka til Íslands með jólagjöfum og gotteríi frá Argentínu. Ef allt gengur samkvæmt áætlun ættum við að geta sent þetta á föstudaginn. En þetta er Argentína, þannig ég býst ekki við því. En við sjáum nú bara til með það, kæra íslenska fjölskylda sem mun vera að lesa þetta, bíðandi í örvæntingu eftir guðsendingunni frá Argentínu.

Annað, fyrst að mín kæra fjölskylda er að lesa þetta, vil ég minnast á það að næst þegar þið sendið mér pakka væri fínt ef þið mynduð stíla hann á einhvern annan fjölskyldumeðlim hérna, eins og t.d. systur mína eða móður, þar sem ef þið stílið á mig mun ég þurfa að borga aukakostnað.

Í dag átti ég svo að fara með frænku minni, systur móður minnar sem heitir Tamara, í 3 klst málningatíma hjá vinkonu hennar, en hún er víst með flotta tíma á góðu verði og ég þrái að mála! Var búin að hlakka til í allan dag til að fara í þennan prufutíma minn og það kom mér ekki mikið á óvart þegar hún kom ekki á réttum tíma, enda eru Argar óttalega seinir að öllu. En síðan beið ég og beið og hún kom svo ekki. Ég var föst í að passa litlu systur mína og tvíburana hennar frænku minnar og dagurinn fór í ekki neitt. Ég komst síðan seinna að því að hún hafði lent í óvæntu yfirliti í vinnunni, þar sem að menn voru að taka í gegn hvern og einn starfsmann og skoða fyrirtækið, öllum að óvöru. En hún lofaði mér að við færum á morgun, þannig ég hef þó eitthvað að hlakka til á morgun!

Ég og systir mín eigum í smá deilu eins og er, en við deilum herbergi. Þannig er það að á næturna er aðeins kaldara en á daginn, þannig það hjálpar að opna gluggann og því geri ég það oftast, en systir mín lokar honum jafn óðum því henni verður kalt á meðan ég stikna ef hann er ekki opinn á næturna. Ég hef ófáu sinnum vaknað upp í svitabaði vegna hita og eins og ég hef minnst á áður, þá sef ég aldrei með ábreiðuna á mér. Systir mín hefur ábreiðuna ásamt auka teppi og laki, sem hún notar að hálfu. Ef að glugginn er opinn get ég actually sofið en þá verður henni svo kalt. Við erum búnar að skiptast aðeins á en hún er farin að taka upp á því að sofa í herbergi bróður míns, sem er akkúrat núna að ferðast til Mendoza. Smá vesen hér á ferð.

Annars, lítill hlutur, er byrjuð að syngja randomly lög. Þá er ég að tala um að semja og syngja lögin á staðnum, þegar ég labba heim úr ræktinni eða er í sturtu. Það er orðið langt síðan ég gerði það seinast. (Hæ mamma, hæ pabbi, hæ Árni Jón, þið þekkið þetta). Eins gott að maður fari að skrifa niður textana sem manni dettur í hug, en frægasta lagið mitt mun víst vera um hval sem fór út í sjoppu. Fyrir nánari upplýsingar, endilega spurja foreldra mína, þau muna þetta víst betur en ég.

Er síðan að fara á heimsendi þann 10. desember, það mun vera bloggað eftir það. Jólin líka, vá. Ekkert jólastuð hérna megin á hnettinum. Ekkert í gangi. Ojæja. Þið þarna ísklakarnir ykkar njótið bara snjósins ykkar... Kv. manneskja sem saknar ekki snjósins...

Vááááá, var að leggjast á magann núna fyrir framan tölvuna og er að njóta þess að teygja úr mér. Lærin mín eru dauð eftir boxæfingu í gær og er með sjúkar harðsperrur. Er ekki viss hvort það sé útaf spinning eða boxinu. Boxæfingar fara samt fækkandi, eru einungis 2 í viku núna því að þjálfarinn hefur mikið að gera í vinnunni sinni. Oftast mætir hann ekki á þær æfingar heldur, þannig við erum byrjuð að taka upp á því að hita okkur sjálf upp með 30 mínútna skokki úti, taka síðan einhver lóð og vinna á þeim, setja upp stöðvar og gera svona þúsund magaæfinar, en þær eru bara alltof mikilvægar. Ef við erum heppin mæta stóru gæjarnir (þá talandi um bæði hæð og massa) og geta hengt upp boxpúðana, en fyrir það þarf allavega tvo stóra gaura, því boxpúðarnir eru sjúkt þungir. Flestir eiga heldur ekki hanska, en þjálfarinn tekur alltaf með sér hanska, þannig ef hann mætir ekki, þurfum við að berja í púðana með umvafðar hendur, sem að þjálfar vöðvana betur en rífur í hnúana svo mikið að þú endist ekki lengi.

Æji, þetta er samt fínt. Kemst vonandi í samt lag í janúar, en ég far kannski að huga að því að tjékka á hönskum sjálf.

Jæja, ætla að enda þetta blogg og skila kveðju til allrar fjölskyldunnar, ömmu og afa á Seyðó, ömmu og afa í Kópavogi, prófstressuðum MR-ingum (sem að líklegast ættu ekkert að vera að lesa þetta), öðrum vinum og öllum þeim sem langar í kveðju frá mér. Endilega dreifið henni.

Enda ég þá bloggið með þessari skemmtilegu mynd.

Wednesday, 23 November 2011

Ævintýri eru að gerast

Í fyrsta lagi þá má minnast á það að bæði bókasendingin mín frá Amazon og pakkinn frá Íslandi eru komin í hús og ég er búin ad lesa 1.. 2.. 3.. 4.. 5! af þessum 17 bókum og er nýbyrjuð á þeirri sjöttu að nafninu ''The subtle knife'' sem er bók númer tvö í stórkostlegri seríu sem heitir ''His dark materials''. Ég á hinsvegar ennþá eftir að fá 3 bækur, en þær eru á pósthúsinu núna, bíðandi eftir mér, en ég nennti ekki að sækja þær í dag, kíki á það á föstudaginn. En eins og sést hérna þá er ég komin með íslensku stafina aftur og það þýðir þá einungis að tölvan mín sé komin í hús med íslensku sendingunni. Mikill léttir þar, en ég er ennþá að venjast því að skrifa með íslenskum stöfum. Hef tilhneyginu til að nota ennþá redd-stafina fyrir 'ð', 'ö', 'æ' og 'þ'. En þetta venst. Einnig munu hafa komið 6 gjafir frá familíunni á klakanum og er ég hérna í mestu vandræðum med að hafa þær í herberginu, vitandi að ég má ekki opna þær í mánuð í viðbót. Svo kom auðvitað uppáhalds íslenska nammið mitt, grænn ópall og risaeðlunammi, ásamt tyrkis og dansk pepper, en Argar eru eigi með sterka mola, bara eitthvað ávaxta dæmi sem maður verður leiður á. Síðan kom líka pipp súkkulaði fyrir familíuna, en þau dýrka það, bara heppin að ég borða það ekki. Í staðin hinsvegar þá finnst öllum ópall og tyrkis pepper ógeðslegt, þannig ég er góð :D

En hver andskotinn, hvað það var mikið vesen að sækja pakkann frá Íslandi! Það má kannski vera að það hafi verið að einhverju leyti mér að kenna, en engu að síður fór óþarfa orka og tími í þetta. Þannig er það að Argentínubúar elska að flækja allt. Þú ferð út í búð og ætlar að kaupa þér gos med kortinu þínu, þarft að sýna skilríkið þitt, sem er semsagt vegabréfið mitt! Ég er ekki alveg að fíla að taka vegabréfið með mér út úr húsi, þannig ég hef tekið þann ávana að taka út peninga öðru hverju. Aaaaallavega, pakkinn. Já, þannig er það að ég gat bara sótt hann á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá 8 til 12. Ég fékk ávísunina seinnipart föstudags, þurfti því að bíða fram yfir helgi. Bað síðan móður mína að vekja mig klukkan 7 á mánudaginn var þegar hún færi í vinnuna en hún gleymdi því! Ég hinsvegar er búin að þróa með mér innbyggða vekjaraklukku þannig ég vaknaði á slaginu 7 hvort eð er. Labbaði síðan 30 mínútna gönguna niður á pósthús, beið þar til pósthúsið opnaði klukkan 8, kom fyrst inn, var búin að fylla út eyðublöðin og beið eftir að það væri kallað mig inn í eftirlit til að opna kassann og tjékka hvort ég væri hryðjuverkamaður. Var svo kallað á mig, opnað kassann, verið viss um að það væri ekki handsprengjur faldar í namminu mínu og síðan beðið mig að sýna skilríki.

...

Úps. Gleymdi vegabréfinu mínu.

Reyndi að redda mér með korti frá AFS og gaurinn þarna greinilega kominn aftur á þá skoðun að ég væri hryðjuverkamaður, sérstaklega þar sem ég var ekki frá Argentínu. Skýrði síðan út fyrir mér í minna en kurteisum tón að ég þyrfti að vera með vegabréfið mitt. Svo þeir pökkuðu kassanum aftur saman og ég tók walk of shame út úr pósthúsinu og labbaði aftur heim, þar fóru 30 mínútur. Kom síðan heim, sótti vegabréfið mitt og labbaði aftur niður í bæ. Kom loks að pósthúsinu og var þá komin dágóð röð. Beið ég þá í 20 mínútur þar til kom að mér. Þá sagði gaurinn í lúgunni að ég þyrfti að taka ljósrit af vegabréfinu mínu og vísaáritunni minni (nemandavísað sem leyfir mér að vera í Argentínu í eitt ár). Þurfti ég þá að hlaupa út í sjoppu tveimur strætum neðar og borga einn pesó fyrir ljósritin, hlaupa síðan aftur á pósthúsið og bíða í enn annarri röð. Þegar loks kom að mér tók gaurinn ljósritin og sagði að hann myndi kalla á mig þegar kæmi að eftirlitinu. Yay. Ég beið í góðan hálftíma í viðbót þar til það var kallað aftur á mig. Kom ég þá loks inn, fór aftur í gegnum hryðjuverkaskoðunina og eftirlitsmennirnir sögðu, enn og aftur í frekar ókurteisum tóni, að ég mætti ekki fá sent meira, annars þyrfti ég að borga. Hugsaði nú með mér að það væri mesta kjaftæðið, tók þá kassann og fór með hann út. Var hann þá frekar stór og ég hafði varla nennu til að labba með hann heim, kallaði loks á leigubíl og borgaði auka 15 pesóa fyrir far heim. Var ég svo loks komin heim klukkan hálf tólf -.- Hressti ég mig við með því að fá mér smá af yndislega íslenska namminu mínu!

Nóg um sendingar, hérna sit ég í sumarblíðunni, alls enginn vetur hjá mér og þar með alls engin jólastemning. Jújú, maður fer í búðir og sér allskonar jólaskraut og svona, en þetta er bara svo skrítið í 35 stiga hita! Jólin eru líka öðruvísi, öll fjölskyldan, þar á meðal systkini foreldra þinna, hittast á einum stað og hafa eins konar eftirréttahlaðborð og gera alls kyns sætindi. Síðan er bara legið úti í sólinni og chillað. Nokkuð næs. Get samt sagt að ég mun sakna hvítu jólanna á Íslandi (oftast hvít, allavega). En síðan á ég afmæli eftir nákvæmlega 1 mánuð frá og með deginum í dag! Ég og faðir minn eigum afmæli á sama degi, ásamt litla frænda mínum og þar með verður einhver svaka veisla þegar ég kem heim.

Já, talandi um það, þá er ég að fara að ferðast á heimsendi 11. desember! Er að fara suður alveg niður á odd Argentínu þar sem eru jöklar og sæmilega kalt og basically upp við suðurskautið, svæðið heitir Tierra del fuego, sem kaldhæðnislega þýðir 'Jörð eldsins'. Get ekki beðið! Ég ferðast með 15 öðrum skiptinemum frá Neuquén, Río Negro og Rosario, held ég bara þeim fylkjum. Flestir fara samt í janúar en ég get það ekki þar sem ég fer á ströndina með fjölskyldunni 21. janúar.

Síðan kom ég mér nú í sumarfrí á föstudaginn var. Er búin að vera að njóta þess að þurfa ekki að fara í skóla, sef út, nema í dag, vaknaði klukkan 7 til að fara í spinning klukkan 8. Hefði síðan farið á pósthúsið til að sækja fyrrnefna sendingu en ákvað þess í stað að dunda mér við að lesa og setja myndir á facebook.

Er ég síðan búin að vera að hanga mikið með hinum skiptinemunum, en það er eitt sem maður ætti að átta sig á áður en maður fer út, ef einhver verðandi skiptinemi er að lesa þetta blogg: Aðrir skiptinemar verða bestu vinir þínir. Vinir þínir í skólanum eru erfiðir í samskiptum, og því mun léttara að kynnast skiptinemunum á svæðinu, enda erum við öll að ganga í gegnum það sama og því auðvelt að tala við þau. Ég er nú nýkomin á það stig með flestum skiptinemunum á þessu svæði að tala spænsku í staðin fyrir ensku. Enska virkar röng fyrir mig núna. Aaaallavega, er mikið búin að vera að hanga með skiptinema frá Noregi að nafninu Lilja, en nafnið kemur frá Íslandi. Hún er yndisleg stelpa, mjög líka einstakri stelpu á Íslandi að nafninu Árný... Við tvær allavega elskum bækur og erum að skiptast á enskubókum hvorrar annarrar. Síðan erum við nú báðar frá norðurlöndunum og bondum dálítið á því, þannig að þýski, ítalski og tyrkneski skiptineminn finnast þau vera hálf útundan þegar við byrjum að tala um norðurlöndin. Greinilega eru Noregur og Ísland líkari en ég bjóst við og mér til mikillar ánægju get ég lesið og skilið bloggið hennar Lilju rétt eins og ég myndi lesa og skilja ensku! Hún hinsvegar getur lítið lesið mína íslensku, en vil samt meina að hún skilji allt saman, kjáninn.

Við fórum saman á alþjóðlega hátíð götusala, sem tók yfir allan miðbæinn! Básar og básar af heimagerðu dóti og gotteríi, fólk málandi út á götu, með skemmtiatriði, dansandi í sumarsólinni. Þvílík stemning! Eftir það fórum við bara á kaffihús og fengum okkur yndislega kælandi ávaxtakrap sem er gerður með alvöru ávöxtum, ekki einhverju rusl bragðefni með klaka!

Kom síðan tyrkneski skiptineminn, Manolya, til Neuquén til að hitta okkur Lilju og við fórum um bæinn og kíktum síðan heim til Lilju og spjölluðum við fjölskylduna hennar. Það er þess virði að minnast á að bróðir hennar er alveg einstaklega myndarlegur... Síðan fórum við heim til mín, kíktum á google earth og skemmtum okkur þar í góðan tíma, horfðum svo á nokkra þætti af The Big Bang Theory og fórum svo að sofa. Daginn eftir komu þær sér svo heim og ég fór í fínasta asado til frænku minnar sem býr út á akri!

Eftir matinn gaf hún mér poka og sagði að ég gæti farið út á akur og týnt eins mörg kirsuber og ég vildi! Það var æðislegt, ég týndi stór og safarík kirsuber, sum voru svo stór að þau voru við það að springa af safa! Þau brögðuðust eins og himnaríki! En núna er það allt búið :O Þarf að fara aftur næstu sunnudag og týna meira!

Þessi sama frænka er líka að reyna að redda mér í einhverja listatíma hjá vinkonu sinni, en ég þrái að mála á stundinni en er ekki með búnaðinn minn hérna, aðeins búnaðinn til að teikna. Vantar striga, málningu, pensla og aðstöðu! En hún er yndisleg, hringir út um allt fyrir mig því mér þykir frekar erfitt að tala í síma sjálf.

Síðan fór systir mín til Buenos Aires um helgina til að fara á tónleika með Britney Spears. Frænka okkar er líka stödd í Buenos Aires og hún vildi endilega kaupa handa mér einhverjar bækur, þar sem henni finnst yndislegt að það er einhver í fjölskyldunni núna sem les bækur! Þannig hún keypti tvær þykka kiljur eftir Stephen King! Ætla rétt að vona að ég nái að láta þessa bækur endast eitthvað, hehe.

Svo er ég að fara út í kvöld með vinkonum mínum úr skólanum þar sem skólinn er búinn. Djamm tíminn hérna er hræðilega óþægilegur samt, maður er ekki kominn á skemmtistaðinn fyrr en klukkan 3 og það er semí snemmt líka. En ókei, enginn skóli á morgun og basically ekkert að gera nema bara boxæfng um kvöldið.

Jæja, ég segi þetta nóg og enda því bloggið með fáeinum myndum í viðbót:

Bækurnar mínar, elskurnar!

Baðað sig í ánni á einum heitum sunnudegi.

Dæmi um bás á alþjóðlegri hátíð götusala.


Skrúðganga sem gekk um bæinn, fyrir réttindi samkynhneigðra.

Ég standandi við hliðina á real-life pony!

Asado in the making með föður mínum

Týnandi kirsuberin af trjánum

Fokk góð kirsuber!

Bless í bili!

*IMPERIO*

Now, my zombies, comment!

Saturday, 5 November 2011

Fleirrrrra

Thad vildi svo til ad í morgun lá ég í rúminu mínu. Klukkan var ad ganga 10 og systir mín var nýfarin út úr húsi til ad fara í magadanstíma. Ég hugsadi med mér nú thyrfti ég ad fara ad skrifa nýja bloggfaerslu ádur en ég gleymi ollu sem gerdist. Ég hugsadi um hluti sem ég myndi skrifa um og hluti sem ég myndi sleppa. Hvernig ég myndi skrifa hlutina og hvernig ég myndi byrja bloggid. Thá fékk ég thá frábaeru hugmynd ad byrja bloggid á sogusogn um morguninn. Ég lagdi strax í thad ad plana hvernig ég myndi setja thad upp og hvad ég myndi skrifa, en thegar kom ad thví gleymdi ég ollum reglum og hugmyndum og bara skrifadi.

Lakid er í kudli undir mér. Ég hreyfi mig víst of mikid í svefni. Systir mín sefur med teppi, ábreidu og saeng svo ekki sé minnst á lak. Einhvern veginn naer allt hennar ad haldast upp í rúminu medan saengin mín var naestum horfin fyrir horn í morgun og ég vissi ekki hvar koddinn minn vaeri. Thad er komid sumar. Alvoru sumar. Hitinn úti líkist theim hita sem sprettur upp úr uppthvottavél thegar hún er nýbúin ad klára ad thvo diska og glos. Ég tharf ad kaupa mér fleiri stuttbuxur. Greyid Man Utd stuttbuxurnar mínar eru í ofnotkun thessa dagana, baedi fyrir boxaefingar og utan. Til thess má geta ad núna klaedist ég fyrrnefndum stuttbuxum og thunnum hlírabol og ég er samt ad kafna úr hita. Ég áttadi mig á thessari stundu ad thad er vatnsflaska á skrifbordinu. Aetla ad fara ad saekja hana.

Ahh, betra. Systir mín er med óttalegan hávada í hinu herberginu. Fraenka okkar, sem er á svipudum aldri og Chiara, kom í heimsókn og thau eru nú hlaupandi fram og aftur á milli thess ad angra bródur minn og hoppa fyrir aftan virki byggt úr dýnum og bangsum. Skemmtileg minning, ég man nú eftir thví thegar ég bjó í Brekkutúni 2, thar sem vid áttum stór stofu  med mikid, mikid af stólum. Ég fann alltaf oll thau teppi sem voru til í húsinu og helst alla kodda líka og radadi stólunum á thann hátt ad ég gaeti sett teppin yfir. Thad voru gódir tímar, thegar madur lifdi í hamingju barnaaeskunnar. 10 árum seinna er madur svo staddur morg thúsund kílómetrum frá thessum sama stad, skrifandi um longu gleymda tíma. En virkilega, ef ég á ad skrifa um aeskuminningar stendur ein efst í huga mér. Thad mun vera hinar miklu sílaveidar og fuglabjarganir sem ég stód í á yngri árum. En thad eru sogur fyrir annad blogg. Ég býst vid ad núna thurfi ég ad fara ad tala um Argentínu og haetta ad rofla.

Jaeja, mér dettur í hug atvik sem gerdist fyrir sirka tveimur vikum. Ég man ad ég var nýkomin af boxaefingu, klukkan var um thad bil hálf ellefu og ég vildi ekkert frekar en ad thvo mér og fara svo ad sofa. Ég gekk inn á badherbergi og afklaeddist. Aetladi ég nú sídan ad laga adeins til gardínurnar og kippti eitthvad í thrádinn en fann thá hvad mér kitladi mikid á hendinni. Leit ég thá og thá voru pínulitlir svartir maurar ad skrída upp handlegginn á mér. Thá var gardínan morandi af thessum kvikindum. Ég dustadi thá af mér, enda von maurum á badherberginu. Sídan aetladi ég ad kveikja á sturtunni en leit thá nidur og sá thá, ad í botninum á badkarinu voru thad mikid af maurum ad thad sást varla í botninn. Their skridu upp med badkarinu og nidur á gólfid, sem var einnig morandi í maurum. Fann ég thá ad nokkrir voru byrjadir ad klífa upp fótleggi mína. Thetta kvold framdi ég fjoldamord. Ég thurkadi út heilt maurabú med krafti vatnskranans og thokk sé mikilli nákvaemni í ad mida gat ég thá loks badad mig.

Thess má geta ad um daginn kíkti ég ad heimsaekja hana Hrefnu, íslenska skiptinemann sem er í sirka klukkutíma fjarlaegd frá mínum bae. Ég safnadi saman fotum, 13 cm haelum og náttfotum og hoppadi upp í rútu á leid til hennar. Thad var heitt. Ég hélt ég myndi ekki lifa ferdina af, en einum og hálfum klukkutíma seinna stód ég á malarveginum sem leiddi minn í Cervantes. Cervantes mun vera á staerd vid Seydisfjord, fyrir thá sem vita hversu lítill sá baer er. Lítid um bílaumferd thar og ef fólk aetlar ad ferdast voru fjórhjól voda vinsael. Ég kíkti í heimsókn til fjolskyldu sem var med norskan skiptinema ad nafninu Kristine, en hún og Hrefna er fínustu vinkonur. Óthorf ad segja ad fjolskyldubíllinn thar var fjórhjól. Ég hefdi fengid ad keyra en á theim degi var ég í sumarkjól og thví ekki rádlegt fyrir mig ad hoppa upp á thetta farartaeki. Ég og Hrefna fórum svo í gongutúr um baeinn med fjolskyldu Kristine, en thad er mjog vidurkennt ad hanga med familíunni sem vinum hérna. Pabbinn var ódur í ad taka myndir og var alltaf ad stilla okkur ollum upp. Undir lok gongutúrsins var ég farin ad fela myndavélina mína.

Thetta kvold var frítt inn á diskótek vegna hrekkjavoku og ég, Hrefna og Marcelo, bródir Hrefnu, klaeddum okkur upp í okkar fínasta partýpúss og gengum á diskótekid ásamt fáeinum vinkonum Hrefnu. Klukkan var thá ad ganga thrjú um nótt, en thad var heldur snemmt til ad fara ad skemmta sér. Ég var í mínum gódu 13 cm haelum sem voru aedislega flottir og ég sé ekki eftir neinu, thótt ég var haltrandi daginn eftir! Diskótekid minnti mig smá á NASA hvad vardar staerd en annars stód thad undir nafni sem diskótek. Thar var spilad cumbia, sem er argentínsk partýtónlist í haestu gaedum. Ég get sagt ad ég myndi frekar vilja dansa vid teknó á verzlóballi en lét mér thetta naegja. Annars dró ég ad mér smá athygli. Eins og til má geta, midad vid ad staerd baejarins hafi verid um thad bil sá sami og Seydisfjordur, thá var naestum allur baerinn staddur á diskóinu. Allir thekktu alla. Ég var sídan thridji skiptineminn tharna, en Kristine og Hrefna voru thekktar í baenum, bádar ótrúlega ljóshaerdar, samkvaemt Orgurum, thá ég líka.

Tveir gaurar voru eitthvad ad reyna ad eltast vid mig tharna. Annar sat á barnum og stardi á mig allt kvold. Ég settist nidur nálaegt barnum og hann stardi á mig. Ég fór út á dansgólfid og hann faerdi sig, stód á jadri dansgólfsins og stardi med krosslagdar hendur. Ég reyndi ad hunsa hann, adalega thví ad hann leit út fyrir ad vera á milli thrítugt og fertugt. Hann reyndi einu sinni ad tala vid mig, byrjadi á algengustu setningu sem til er hérna; ''Como estás?'' Sem thýdir hvad segirdu. Ég sagdi ad ég hefdi thad gott og gekk svo í burtu. Einnig var thad annar gaur sem leit út fyrir ad vera um thrítugt sem reyndi alltaf ad setjast nidur hjá mér og hélt áfram ad endurtaka hvad ég vaeri falleg. Thad sem mér fannst óhugnalegt var thad ad thetta var dyravordurinn. Ég hélt uppi samraedum med honum thegar ég thurfti en var annars ekkert ad hleypa honum ad.

Fyrir utan thessi atvik var thessi nótt frábaer! Vid donsudum og skemmtu okkur fram til 6 en thá fórum vid heim í litla húsid hennar Hrefnu, sem mun einnig vera ótrúlega kósý. Ég held ég hafi nád ad sofna um 7 leytid en fékk ég nú ekki mikinn svefn thar sem ég thurfti ad vakna um hádegi til ad fara í grill til fjolskyldu Hrefnu. Daudthreytt og sár í fótunum stód ég thví upp og tók mig til. Maturinn var gódur og thad var loftkaeling inn í húsinu, gudi sé lof! Sídan eitthvad um 4 leytid hoppadi ég aftur upp í rútu á leid til Neuquén. Hinsvegar lenti ég í rútu sem fór marga króka og var thví í rútunni í góda 2 og hálfa tíma. Rútan er í raun eins og strató, eins uppsettur ad ollu. Hún var trodin og klukkutíma ádur en ég kom stód ég upp fyrir konu med smábarn. Thad var svo trodid ad ég var sífellt ad nuddast upp vid naestu manneskju. Thad var heldur ekki ad hjálpa ad thad var steikjandi hiti úti og allir ad svitna. Svitalyktin var med ólíkindum.

Thegar ég kom loks heim rétt svo fór ég og fékk mér ad borda en steinsofnadi sídan, ennthá í ollum fotunum. Ég svaf góda 12 klukkutíma og thurfti thá ad standa upp til ad halda á leid í skólann. Módir mín sagdi mér thad ad hún hafi reynt ad vekja mig í kvoldmat kvoldid ádur en hafi ekki nád thví.

Annars var thetta nú bara seinustu helgi. Thessa viku fór ég adeins á tvaer boxaefingar thar sem ég missti af boxaefing á thridjudaginn, ég kem ad thví seinna, og thjálfarinn maetti ekki á fimmtudaginn og fostudaginn en enginn veit afhverju. Á midvikudaginn fór ég skrefi ofar í boxinu og kepptist á vid einn gaur sem er búinn ad vera ad aefa í 2 ár. Ég átti lítid í hann og fékk nokkur gód hogg í andlitid og orlitlar blódnasir, en ég nádi ad koma einhverjum hoggum á hann. Thetta kemur, ég tharf bara ad aefa mig.

Annars, ástaedan fyrir thví ad ég missti af aefingu á thridjudaginn var er sú ad Multilingua, stofnunin sem ég fer til í spaenskutíma, var med menningarviku og á thridjudaginn maetti ég nidur í bae til ad horfa á tangó og borda Empanadas, sem er argentínskur réttur. Ég mun laera ad gera hann og kem med hann til Íslands!

Á midvikudaginn var svo spaenskutími en ég maetti hálftíma og snemma vegna óskipulagningu á straetókerfinu hérna. Var mér thá bodid ad taka thátt í fronskutíma í smá stund en thau voru akkúrat ad prófa franska sidi. Var thá komid med pott fullan af brádnudu súkkuladi og sett á gashitara til ad halda thví heitu. Sídan voru bakkar af jardaberjum, banonum, kirsuberjum, eplum og ég veit ekki hvad og hvad. Tók madur thá pinna og dífdi t.d. banana ofan í súkkuladid. Ég get sagt ykkur thad ad thetta var besta súkkuladi sem ég hef nokkurn tíman á aevinni smakkad. Fronsk tónlist var spilud undir og mér fannst pínu fyndid ad allir tharna voru Argentínskir. Annars er ég nú búin ad ákveda ad thegar ég kem heim aetla ég ad reyna ad skipta yfir í fronskudeild í stadin fyrir ad halda áfram í spaensku, thar sem ég er núthegar á gódri leid med spaenskuna og hef ekki áhuga á ad eyda ári eda tveimur í ad laera hluti sem ég kann núthegar.

Hvad vardar spaenskutíma ganga their fremur illa. Ég er í spaenskutíma med bandaríkjamonnum, thar af er 10 ára stelpa sem er ekki beint ad laera nógu vel. Vid getum bara farid eins hratt og sá haegasti og thar med er ég fost á sama stad og ég er búin ad vera seinasta árid, ad taka sama efni aftur. Ég er búin ad vera ad laera fyrir utan tímann, samt og thad gengur alveg nokkud vel. Ég hef hvort ed er ekkert ad gera í skólanum og drekk thví í mig hvern thann laerdóm sem ég get fengid. Um daginn eyddi ég 4 klukkutímum í ad gera verkefni og glósa nidur beyginar á sognum. Hinsvegar er ég ordin gód vinkona spaenskukennarans míns og hún búin ad bjóda mér einkatíma um helgar sem myndu kosta mikid minna en thad sem ég er nú thegar í. Thar med myndi ég haetta í theim tímum.

Sídan til ad gera thennan dag aedislegan var ég ad komast ad thví ad bókasendingin mín er loksins komin og get ég farid og sótt baekurnar mínar á mánudaginn!!

Aetla ég nú ad enda thetta stórkostlega blogg med fáeinum myndum:








Endilega kommenta ef thid lifdud thetta blogg af!