Ferðasagan

Koma : 18. ágúst 2011

Heimför: 18. júlí 2012

Friday, 16 March 2012

Ú Í Úllala

Hæhó gott fólk, nú er ég komin að skrifa eitt blogg, þótt ég sé dauð eftir daginn og langar bara helst til að fara að sofa. Áður en ég byrja á því hvernig sumarfríinu lauk og hvað tók við, ætla ég að lýsa deginum í dag. Skóli, meiri skóli, hausverkur, aðeins meiri skóli, heim, út að hlaupa í steikjandi sól, ipodinn dó, heim, úber tens boxæfing, heim, skrifa þetta.

Ókei, semsagt, sumarfríið búið, og ætla að setja einn fílukall við það :( en samt ágætt að byrja aftur í skólanum þótt ég þurfi nú að gera eitthvað núna þar sem ég er mikið færari á spænsku en ég var fyrir sumrfrí. Þannig var það að ég kláraði sumarið með stæl og fór í argentínska útilegu með familíunni og öðrum ættingjum. Það var farið upp að landamærunum (besta þýðingin mín á la cordillera) þar sem Chile liggur. Mikið meiri náttúra þar, jafnvel þótt við séum stödd í Patagóníu. Landslagið minnti mig líka ótrúlega mikið á Ísland! Útskýringin er líklega sú að þetta svæði er mjög virkt eldfjallasvæði. Það var meira að segja kalt á næturnar! Ég svaf í litlu tjaldi og ég var að drepast úr kulda, sem hefur ekki gerst í laaaaangan tíma!

Þetta var annars æðileg útilega, tjölduðum upp við á og leigðum okkur kanóa. Endaði á því að ég þurfti að leiða kanóann fyrir hina unglingana því að enginn kunni að stýra. Var sjúklega gaman. Fór síðan með bróður mínum (sem er 40 ára) niður flúðir! Við veiddum síðan fisk, þótt það hafi verið bannað á þessu svæði, uss... Og grilluðum hann svo yfir eldi um kvöldið. Þau voru alltaf að spurja mig hvenær fiskurinn væri tilbúinn því að ég er nú sérfræðingurinn hérna í fiski! Hahaha!

Allavega, þetta var seinasta helgin. Núna er ég komin aftur í skólann, skila inn verkefnum, lesa bækur, fara í tilgangslausa enskutíma og íþróttir í steikjandi hita. Já, og ég er ekki lengur eini skiptineminn í skólanum, en Niks, þýski skiptineminn var að skipta yfir í skólann, á móti hennar vilja. Foreldrar hennar settu hana bara í skólann! Og síðan er ein stelpa frá Bandaríkjunum, á greinilega að vera módel. Óskaplega næs stelpa og er hér á vegum annara samtaka. Hún þarf að fara í enskutíma, jafnvel þótt að enska sé móðurmálið hennar... Alveg fáránlegt!

Hmm já, hvað annað, jú, ég byrjaði aftur í boxinu, svaka stuð að byrja aftur, var orðin smá ryðguð og var með svoleiðis harðsperrur eftir fyrstu æfinguna að ég gat ekki gengið upp stigann hérna í húsinu mínu. Huggulegt. Annars er þetta betra núna. Fullt af nýju fólki byrjað í tímanum, flestar stelpur. Sjáum til hversu lengi þær endast. Get ekki talið þær stelpur sem hafa komið, mætt yfir eina viku og svo gefist upp. Við erum samt 2-3 stelpur sem mætum vanalega.

Annars er Rodí, þjálfarinn minn, búinn að setja mér fyrir æfingaprógram fyrir utan æfingar. Þannig er það að ég er víst orðin ágætur boxari og ég get hlaupið eins og andskotinn, en þarf samt að bæta mig í viðbrögðum. Hann vill skrá mig í mót áður en ég kem aftur heim þannig að núna er ég byrjuð á kúr og þarf að hlaupa 30 mínútur á hverju degi, helst um morguninn. Mun víst þurfa að vakna klukkan 5 á skóladögum til að fara út að skokka... Þess virði samt. Og svo þarf ég að bæta við styrktaræfingum, s.s. kviðæfingar og fætur. Ég sver, ég verð komin með 6-pack þegar ég kem heim, ég geri svo mikið af kviðæfingum!

Já, boxið er svo 3 í viku, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum en þjálfarinn minn bauð mér á aukaæfingar með öðrum hóp niðri í miðbæ á þriðjudögum og föstudögum, þannig þetta verður fjör!

Og svo þarf ég að sækja sendingu frá Íslandi, frá elskulegu foreldrum mínum, en þau voru svo góð að senda mér eitthvað nammi, bækur og myndir frá Íslandi! =D En pósturinn hérna er alltaf eins vangefinn. Vona að ég geti sótt pakkann á mánudaginn.

Jæja njótið svo þeirra fjóra mánaða sem eru eftir án mín, en það eru rétt svo 4 mánuðir eftir, andskotinn hafi það. 7 mánuðir liðnir. Ekki nógu gott.

Nóg um það, góða nótt gott fólk!

(snúran fyrir myndavélina ekki fundin, engar myndir ennþá)