Mín familía hýsti hana Bryndísi og vinkonu hennar, Liv, í tvo daga minnir mig. Þá var tekinn hinn hefðbundni túr um Neuquén, sem er alltaf settur á mínar axlir þar sem ég þekki borgina best... En allt í góðu. Við byrjuðum á því að fara niður í miðbæ, en það hitti akkúrat á rigningatíð, þannig að það rigndi nógu mikið til þess að það var erfitt að fara yfir göturnar án þess að verða rennblautur í fæturna! Það var ágætlega skemmtilegur dagur, hittum hinn íslendinginn, sem tók rútu í bæinn (býr klukkutíma í burtu), en það mun vera hún Hrefna. Ég fékk svo þær tvær með mér í að syngja afmælissönginn á video sem að vinkona mín ætlaði að senda til Masa, en hann átti afmæli 21. janúar og er nú þegar kominn aftur til Japan. Fékk mig einnig til að skreyta kort og gera einhverjar skemmtilegar teikningar fyrir hann, sem fóru nú bara út einhverja sýru... En þá fórum við á kaffihús, sem er bara klassík hérna úti (og líka alveg sæmilega dýrt...).
En ojæja. Síðan bara áin daginn eftir og étið ís í tonnatali, en ísinn hérna er svona þúsund sinnum betri en allur ís sem hægt er að finna á Íslandi, ekkert djók í gangi. Það eru svona milljón brögð í boði, mín uppáhöld eru sítrónu, samboya (einhver eggjablanda), rómverskur rjómi, capuccino og dökkt súkkulaði.
Jæja, síðan stuttu eftir að krakkarnir voru farnir fór ég í 10 tíma langt ferðalag til Buenos Aires, fylkið semsagt, til að fara á ströndina. Bærinn hét Necochea og var sjúklega einfaldur, en göturnar virkuðu eins og hnitakerfi, eins og okkar hús var 65, 73 og miðbærinn var 5, 83. Jæja, það var síðan aðeins svalara þarna, guði sé lof, þar sem við vorum upp við sjóinn. Ég gat meira að segja notað yfirbreiðu meðan ég svaf! Síðan á hverjum einasta degi fórum við á ströndina. Einn morguninn ætluðum við að fara í rafting, því það var á þarna nálægt. Ég var að hlakka sjúklega mikið til að fara, en síðan vaknaði ég um hádegi og þá voru pabbi minn og bróðir þegar farnir en systir mín og móðir vildu ekki fara. Ég spurði afhverju þeir vöktu mig ekki og þau sögðu að þau hefðu gert það. Ég hafði sagt að mér væri óglatt og ég vildi ekki fara... Meira að segja spurðu mig tvisvar og systir mín, sem svaf í sama herbergi og ég heyrði mig segja það. Vandamálið er að ég man ekkert eftir því. Var ekkert smá pirruð út í sjálfa mig -.-
Ég elskaði miðbæinn! Langbestur á kvöldin, flestar götur lokaðar og allskonar sýnisatriði í gangi, handgerðir hlutir seldir á götunni og fleira skemmtilegt. Bærinn var sæmilega fullur, samt alveg nóg pláss til að labba. Fannst yndislegt að rölta bara um og skoða mannlífið. Keypti lítið ef það var ekki fatnaður en lét mér nægja að skoða.
Þetta var frábær ferð og var frekar leiðinlegt að þurfa að snúa aftur til Neuquén í hitann. Þess má geta að loftkælingin í bílnum virkaði ekki og við vorum 6 manneskjur í bíl gerðan fyrir 5 manneskjur, ásamt alls farangurs. 10 tímar af þessu gerðu alla hálf taugaveiklaða, þannig það var fínt að koma heim og ráðist var á sturtuna!
Síðan er ég bara búin að vera að láta dagana líða hjá, hitti vini, heng á facebook og tek The Big Bang Theory maraþon. Lilja, Manolya og ég gistum svo heima hjá mér um daginn og við tókum all-nighter, horfandi á The Big Bang Theory, My Little Pony Friendship Is Magic og síðan fékk Manolya okkur í að horfa á einn þátt af Doctor who. Ég og Lilja skitum næstum á okkur, þessi þáttur var fáránlega góður! Það eru víst til einhver video af okkur á bestu atriðunum og eru þau alveg nokkuð hlægileg. En fyrir þá sem horfa á Doctor Who, þá var þetta þátturinn um The Weeping Angels. Sjúkt.
Don't. Blink!
Allavega, síðan erum við Lilja búin að setja okkur það að fara niður í miðbæ allar helga og spila scrabble, en það eru lokaðar göturnar um helgar, sett upp bása með heimagerðum hlutum sem fólk er að selja, oft er hljómsveit að spila og svo nýlega er búið að setja upp spilasvæði þar sem hægt að spila annaðhvort skák eða scrabble. Við förum á morgun klukkan átta, líklegast borðum í miðbænum og spilum scrabble. Klassískt. Svo má ekki gleyma maté!
Svo erum við að fara í útilegu bráðlega. Veit ekki hvort það sé á sunnudaginn eða mánudaginn, en við erum víst ekki með neitt tjald, þannig það er pælingin að taka pallbílinn og gera einhverskonar tjald úr pallinum og síðan getur einhver sofið inn í bílnum. Þetta verður skemmtilegt að sjá!
Heyri í ykkur í næsta mánuði!
Nákvæmlega 6 mánuðir búnir, 5 mánuðir eftir. Tíminn líður!