Ferðasagan

Koma : 18. ágúst 2011

Heimför: 18. júlí 2012

Wednesday, 23 November 2011

Ævintýri eru að gerast

Í fyrsta lagi þá má minnast á það að bæði bókasendingin mín frá Amazon og pakkinn frá Íslandi eru komin í hús og ég er búin ad lesa 1.. 2.. 3.. 4.. 5! af þessum 17 bókum og er nýbyrjuð á þeirri sjöttu að nafninu ''The subtle knife'' sem er bók númer tvö í stórkostlegri seríu sem heitir ''His dark materials''. Ég á hinsvegar ennþá eftir að fá 3 bækur, en þær eru á pósthúsinu núna, bíðandi eftir mér, en ég nennti ekki að sækja þær í dag, kíki á það á föstudaginn. En eins og sést hérna þá er ég komin með íslensku stafina aftur og það þýðir þá einungis að tölvan mín sé komin í hús med íslensku sendingunni. Mikill léttir þar, en ég er ennþá að venjast því að skrifa með íslenskum stöfum. Hef tilhneyginu til að nota ennþá redd-stafina fyrir 'ð', 'ö', 'æ' og 'þ'. En þetta venst. Einnig munu hafa komið 6 gjafir frá familíunni á klakanum og er ég hérna í mestu vandræðum med að hafa þær í herberginu, vitandi að ég má ekki opna þær í mánuð í viðbót. Svo kom auðvitað uppáhalds íslenska nammið mitt, grænn ópall og risaeðlunammi, ásamt tyrkis og dansk pepper, en Argar eru eigi með sterka mola, bara eitthvað ávaxta dæmi sem maður verður leiður á. Síðan kom líka pipp súkkulaði fyrir familíuna, en þau dýrka það, bara heppin að ég borða það ekki. Í staðin hinsvegar þá finnst öllum ópall og tyrkis pepper ógeðslegt, þannig ég er góð :D

En hver andskotinn, hvað það var mikið vesen að sækja pakkann frá Íslandi! Það má kannski vera að það hafi verið að einhverju leyti mér að kenna, en engu að síður fór óþarfa orka og tími í þetta. Þannig er það að Argentínubúar elska að flækja allt. Þú ferð út í búð og ætlar að kaupa þér gos med kortinu þínu, þarft að sýna skilríkið þitt, sem er semsagt vegabréfið mitt! Ég er ekki alveg að fíla að taka vegabréfið með mér út úr húsi, þannig ég hef tekið þann ávana að taka út peninga öðru hverju. Aaaaallavega, pakkinn. Já, þannig er það að ég gat bara sótt hann á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá 8 til 12. Ég fékk ávísunina seinnipart föstudags, þurfti því að bíða fram yfir helgi. Bað síðan móður mína að vekja mig klukkan 7 á mánudaginn var þegar hún færi í vinnuna en hún gleymdi því! Ég hinsvegar er búin að þróa með mér innbyggða vekjaraklukku þannig ég vaknaði á slaginu 7 hvort eð er. Labbaði síðan 30 mínútna gönguna niður á pósthús, beið þar til pósthúsið opnaði klukkan 8, kom fyrst inn, var búin að fylla út eyðublöðin og beið eftir að það væri kallað mig inn í eftirlit til að opna kassann og tjékka hvort ég væri hryðjuverkamaður. Var svo kallað á mig, opnað kassann, verið viss um að það væri ekki handsprengjur faldar í namminu mínu og síðan beðið mig að sýna skilríki.

...

Úps. Gleymdi vegabréfinu mínu.

Reyndi að redda mér með korti frá AFS og gaurinn þarna greinilega kominn aftur á þá skoðun að ég væri hryðjuverkamaður, sérstaklega þar sem ég var ekki frá Argentínu. Skýrði síðan út fyrir mér í minna en kurteisum tón að ég þyrfti að vera með vegabréfið mitt. Svo þeir pökkuðu kassanum aftur saman og ég tók walk of shame út úr pósthúsinu og labbaði aftur heim, þar fóru 30 mínútur. Kom síðan heim, sótti vegabréfið mitt og labbaði aftur niður í bæ. Kom loks að pósthúsinu og var þá komin dágóð röð. Beið ég þá í 20 mínútur þar til kom að mér. Þá sagði gaurinn í lúgunni að ég þyrfti að taka ljósrit af vegabréfinu mínu og vísaáritunni minni (nemandavísað sem leyfir mér að vera í Argentínu í eitt ár). Þurfti ég þá að hlaupa út í sjoppu tveimur strætum neðar og borga einn pesó fyrir ljósritin, hlaupa síðan aftur á pósthúsið og bíða í enn annarri röð. Þegar loks kom að mér tók gaurinn ljósritin og sagði að hann myndi kalla á mig þegar kæmi að eftirlitinu. Yay. Ég beið í góðan hálftíma í viðbót þar til það var kallað aftur á mig. Kom ég þá loks inn, fór aftur í gegnum hryðjuverkaskoðunina og eftirlitsmennirnir sögðu, enn og aftur í frekar ókurteisum tóni, að ég mætti ekki fá sent meira, annars þyrfti ég að borga. Hugsaði nú með mér að það væri mesta kjaftæðið, tók þá kassann og fór með hann út. Var hann þá frekar stór og ég hafði varla nennu til að labba með hann heim, kallaði loks á leigubíl og borgaði auka 15 pesóa fyrir far heim. Var ég svo loks komin heim klukkan hálf tólf -.- Hressti ég mig við með því að fá mér smá af yndislega íslenska namminu mínu!

Nóg um sendingar, hérna sit ég í sumarblíðunni, alls enginn vetur hjá mér og þar með alls engin jólastemning. Jújú, maður fer í búðir og sér allskonar jólaskraut og svona, en þetta er bara svo skrítið í 35 stiga hita! Jólin eru líka öðruvísi, öll fjölskyldan, þar á meðal systkini foreldra þinna, hittast á einum stað og hafa eins konar eftirréttahlaðborð og gera alls kyns sætindi. Síðan er bara legið úti í sólinni og chillað. Nokkuð næs. Get samt sagt að ég mun sakna hvítu jólanna á Íslandi (oftast hvít, allavega). En síðan á ég afmæli eftir nákvæmlega 1 mánuð frá og með deginum í dag! Ég og faðir minn eigum afmæli á sama degi, ásamt litla frænda mínum og þar með verður einhver svaka veisla þegar ég kem heim.

Já, talandi um það, þá er ég að fara að ferðast á heimsendi 11. desember! Er að fara suður alveg niður á odd Argentínu þar sem eru jöklar og sæmilega kalt og basically upp við suðurskautið, svæðið heitir Tierra del fuego, sem kaldhæðnislega þýðir 'Jörð eldsins'. Get ekki beðið! Ég ferðast með 15 öðrum skiptinemum frá Neuquén, Río Negro og Rosario, held ég bara þeim fylkjum. Flestir fara samt í janúar en ég get það ekki þar sem ég fer á ströndina með fjölskyldunni 21. janúar.

Síðan kom ég mér nú í sumarfrí á föstudaginn var. Er búin að vera að njóta þess að þurfa ekki að fara í skóla, sef út, nema í dag, vaknaði klukkan 7 til að fara í spinning klukkan 8. Hefði síðan farið á pósthúsið til að sækja fyrrnefna sendingu en ákvað þess í stað að dunda mér við að lesa og setja myndir á facebook.

Er ég síðan búin að vera að hanga mikið með hinum skiptinemunum, en það er eitt sem maður ætti að átta sig á áður en maður fer út, ef einhver verðandi skiptinemi er að lesa þetta blogg: Aðrir skiptinemar verða bestu vinir þínir. Vinir þínir í skólanum eru erfiðir í samskiptum, og því mun léttara að kynnast skiptinemunum á svæðinu, enda erum við öll að ganga í gegnum það sama og því auðvelt að tala við þau. Ég er nú nýkomin á það stig með flestum skiptinemunum á þessu svæði að tala spænsku í staðin fyrir ensku. Enska virkar röng fyrir mig núna. Aaaallavega, er mikið búin að vera að hanga með skiptinema frá Noregi að nafninu Lilja, en nafnið kemur frá Íslandi. Hún er yndisleg stelpa, mjög líka einstakri stelpu á Íslandi að nafninu Árný... Við tvær allavega elskum bækur og erum að skiptast á enskubókum hvorrar annarrar. Síðan erum við nú báðar frá norðurlöndunum og bondum dálítið á því, þannig að þýski, ítalski og tyrkneski skiptineminn finnast þau vera hálf útundan þegar við byrjum að tala um norðurlöndin. Greinilega eru Noregur og Ísland líkari en ég bjóst við og mér til mikillar ánægju get ég lesið og skilið bloggið hennar Lilju rétt eins og ég myndi lesa og skilja ensku! Hún hinsvegar getur lítið lesið mína íslensku, en vil samt meina að hún skilji allt saman, kjáninn.

Við fórum saman á alþjóðlega hátíð götusala, sem tók yfir allan miðbæinn! Básar og básar af heimagerðu dóti og gotteríi, fólk málandi út á götu, með skemmtiatriði, dansandi í sumarsólinni. Þvílík stemning! Eftir það fórum við bara á kaffihús og fengum okkur yndislega kælandi ávaxtakrap sem er gerður með alvöru ávöxtum, ekki einhverju rusl bragðefni með klaka!

Kom síðan tyrkneski skiptineminn, Manolya, til Neuquén til að hitta okkur Lilju og við fórum um bæinn og kíktum síðan heim til Lilju og spjölluðum við fjölskylduna hennar. Það er þess virði að minnast á að bróðir hennar er alveg einstaklega myndarlegur... Síðan fórum við heim til mín, kíktum á google earth og skemmtum okkur þar í góðan tíma, horfðum svo á nokkra þætti af The Big Bang Theory og fórum svo að sofa. Daginn eftir komu þær sér svo heim og ég fór í fínasta asado til frænku minnar sem býr út á akri!

Eftir matinn gaf hún mér poka og sagði að ég gæti farið út á akur og týnt eins mörg kirsuber og ég vildi! Það var æðislegt, ég týndi stór og safarík kirsuber, sum voru svo stór að þau voru við það að springa af safa! Þau brögðuðust eins og himnaríki! En núna er það allt búið :O Þarf að fara aftur næstu sunnudag og týna meira!

Þessi sama frænka er líka að reyna að redda mér í einhverja listatíma hjá vinkonu sinni, en ég þrái að mála á stundinni en er ekki með búnaðinn minn hérna, aðeins búnaðinn til að teikna. Vantar striga, málningu, pensla og aðstöðu! En hún er yndisleg, hringir út um allt fyrir mig því mér þykir frekar erfitt að tala í síma sjálf.

Síðan fór systir mín til Buenos Aires um helgina til að fara á tónleika með Britney Spears. Frænka okkar er líka stödd í Buenos Aires og hún vildi endilega kaupa handa mér einhverjar bækur, þar sem henni finnst yndislegt að það er einhver í fjölskyldunni núna sem les bækur! Þannig hún keypti tvær þykka kiljur eftir Stephen King! Ætla rétt að vona að ég nái að láta þessa bækur endast eitthvað, hehe.

Svo er ég að fara út í kvöld með vinkonum mínum úr skólanum þar sem skólinn er búinn. Djamm tíminn hérna er hræðilega óþægilegur samt, maður er ekki kominn á skemmtistaðinn fyrr en klukkan 3 og það er semí snemmt líka. En ókei, enginn skóli á morgun og basically ekkert að gera nema bara boxæfng um kvöldið.

Jæja, ég segi þetta nóg og enda því bloggið með fáeinum myndum í viðbót:

Bækurnar mínar, elskurnar!

Baðað sig í ánni á einum heitum sunnudegi.

Dæmi um bás á alþjóðlegri hátíð götusala.


Skrúðganga sem gekk um bæinn, fyrir réttindi samkynhneigðra.

Ég standandi við hliðina á real-life pony!

Asado in the making með föður mínum

Týnandi kirsuberin af trjánum

Fokk góð kirsuber!

Bless í bili!

*IMPERIO*

Now, my zombies, comment!

Saturday, 5 November 2011

Fleirrrrra

Thad vildi svo til ad í morgun lá ég í rúminu mínu. Klukkan var ad ganga 10 og systir mín var nýfarin út úr húsi til ad fara í magadanstíma. Ég hugsadi med mér nú thyrfti ég ad fara ad skrifa nýja bloggfaerslu ádur en ég gleymi ollu sem gerdist. Ég hugsadi um hluti sem ég myndi skrifa um og hluti sem ég myndi sleppa. Hvernig ég myndi skrifa hlutina og hvernig ég myndi byrja bloggid. Thá fékk ég thá frábaeru hugmynd ad byrja bloggid á sogusogn um morguninn. Ég lagdi strax í thad ad plana hvernig ég myndi setja thad upp og hvad ég myndi skrifa, en thegar kom ad thví gleymdi ég ollum reglum og hugmyndum og bara skrifadi.

Lakid er í kudli undir mér. Ég hreyfi mig víst of mikid í svefni. Systir mín sefur med teppi, ábreidu og saeng svo ekki sé minnst á lak. Einhvern veginn naer allt hennar ad haldast upp í rúminu medan saengin mín var naestum horfin fyrir horn í morgun og ég vissi ekki hvar koddinn minn vaeri. Thad er komid sumar. Alvoru sumar. Hitinn úti líkist theim hita sem sprettur upp úr uppthvottavél thegar hún er nýbúin ad klára ad thvo diska og glos. Ég tharf ad kaupa mér fleiri stuttbuxur. Greyid Man Utd stuttbuxurnar mínar eru í ofnotkun thessa dagana, baedi fyrir boxaefingar og utan. Til thess má geta ad núna klaedist ég fyrrnefndum stuttbuxum og thunnum hlírabol og ég er samt ad kafna úr hita. Ég áttadi mig á thessari stundu ad thad er vatnsflaska á skrifbordinu. Aetla ad fara ad saekja hana.

Ahh, betra. Systir mín er med óttalegan hávada í hinu herberginu. Fraenka okkar, sem er á svipudum aldri og Chiara, kom í heimsókn og thau eru nú hlaupandi fram og aftur á milli thess ad angra bródur minn og hoppa fyrir aftan virki byggt úr dýnum og bangsum. Skemmtileg minning, ég man nú eftir thví thegar ég bjó í Brekkutúni 2, thar sem vid áttum stór stofu  med mikid, mikid af stólum. Ég fann alltaf oll thau teppi sem voru til í húsinu og helst alla kodda líka og radadi stólunum á thann hátt ad ég gaeti sett teppin yfir. Thad voru gódir tímar, thegar madur lifdi í hamingju barnaaeskunnar. 10 árum seinna er madur svo staddur morg thúsund kílómetrum frá thessum sama stad, skrifandi um longu gleymda tíma. En virkilega, ef ég á ad skrifa um aeskuminningar stendur ein efst í huga mér. Thad mun vera hinar miklu sílaveidar og fuglabjarganir sem ég stód í á yngri árum. En thad eru sogur fyrir annad blogg. Ég býst vid ad núna thurfi ég ad fara ad tala um Argentínu og haetta ad rofla.

Jaeja, mér dettur í hug atvik sem gerdist fyrir sirka tveimur vikum. Ég man ad ég var nýkomin af boxaefingu, klukkan var um thad bil hálf ellefu og ég vildi ekkert frekar en ad thvo mér og fara svo ad sofa. Ég gekk inn á badherbergi og afklaeddist. Aetladi ég nú sídan ad laga adeins til gardínurnar og kippti eitthvad í thrádinn en fann thá hvad mér kitladi mikid á hendinni. Leit ég thá og thá voru pínulitlir svartir maurar ad skrída upp handlegginn á mér. Thá var gardínan morandi af thessum kvikindum. Ég dustadi thá af mér, enda von maurum á badherberginu. Sídan aetladi ég ad kveikja á sturtunni en leit thá nidur og sá thá, ad í botninum á badkarinu voru thad mikid af maurum ad thad sást varla í botninn. Their skridu upp med badkarinu og nidur á gólfid, sem var einnig morandi í maurum. Fann ég thá ad nokkrir voru byrjadir ad klífa upp fótleggi mína. Thetta kvold framdi ég fjoldamord. Ég thurkadi út heilt maurabú med krafti vatnskranans og thokk sé mikilli nákvaemni í ad mida gat ég thá loks badad mig.

Thess má geta ad um daginn kíkti ég ad heimsaekja hana Hrefnu, íslenska skiptinemann sem er í sirka klukkutíma fjarlaegd frá mínum bae. Ég safnadi saman fotum, 13 cm haelum og náttfotum og hoppadi upp í rútu á leid til hennar. Thad var heitt. Ég hélt ég myndi ekki lifa ferdina af, en einum og hálfum klukkutíma seinna stód ég á malarveginum sem leiddi minn í Cervantes. Cervantes mun vera á staerd vid Seydisfjord, fyrir thá sem vita hversu lítill sá baer er. Lítid um bílaumferd thar og ef fólk aetlar ad ferdast voru fjórhjól voda vinsael. Ég kíkti í heimsókn til fjolskyldu sem var med norskan skiptinema ad nafninu Kristine, en hún og Hrefna er fínustu vinkonur. Óthorf ad segja ad fjolskyldubíllinn thar var fjórhjól. Ég hefdi fengid ad keyra en á theim degi var ég í sumarkjól og thví ekki rádlegt fyrir mig ad hoppa upp á thetta farartaeki. Ég og Hrefna fórum svo í gongutúr um baeinn med fjolskyldu Kristine, en thad er mjog vidurkennt ad hanga med familíunni sem vinum hérna. Pabbinn var ódur í ad taka myndir og var alltaf ad stilla okkur ollum upp. Undir lok gongutúrsins var ég farin ad fela myndavélina mína.

Thetta kvold var frítt inn á diskótek vegna hrekkjavoku og ég, Hrefna og Marcelo, bródir Hrefnu, klaeddum okkur upp í okkar fínasta partýpúss og gengum á diskótekid ásamt fáeinum vinkonum Hrefnu. Klukkan var thá ad ganga thrjú um nótt, en thad var heldur snemmt til ad fara ad skemmta sér. Ég var í mínum gódu 13 cm haelum sem voru aedislega flottir og ég sé ekki eftir neinu, thótt ég var haltrandi daginn eftir! Diskótekid minnti mig smá á NASA hvad vardar staerd en annars stód thad undir nafni sem diskótek. Thar var spilad cumbia, sem er argentínsk partýtónlist í haestu gaedum. Ég get sagt ad ég myndi frekar vilja dansa vid teknó á verzlóballi en lét mér thetta naegja. Annars dró ég ad mér smá athygli. Eins og til má geta, midad vid ad staerd baejarins hafi verid um thad bil sá sami og Seydisfjordur, thá var naestum allur baerinn staddur á diskóinu. Allir thekktu alla. Ég var sídan thridji skiptineminn tharna, en Kristine og Hrefna voru thekktar í baenum, bádar ótrúlega ljóshaerdar, samkvaemt Orgurum, thá ég líka.

Tveir gaurar voru eitthvad ad reyna ad eltast vid mig tharna. Annar sat á barnum og stardi á mig allt kvold. Ég settist nidur nálaegt barnum og hann stardi á mig. Ég fór út á dansgólfid og hann faerdi sig, stód á jadri dansgólfsins og stardi med krosslagdar hendur. Ég reyndi ad hunsa hann, adalega thví ad hann leit út fyrir ad vera á milli thrítugt og fertugt. Hann reyndi einu sinni ad tala vid mig, byrjadi á algengustu setningu sem til er hérna; ''Como estás?'' Sem thýdir hvad segirdu. Ég sagdi ad ég hefdi thad gott og gekk svo í burtu. Einnig var thad annar gaur sem leit út fyrir ad vera um thrítugt sem reyndi alltaf ad setjast nidur hjá mér og hélt áfram ad endurtaka hvad ég vaeri falleg. Thad sem mér fannst óhugnalegt var thad ad thetta var dyravordurinn. Ég hélt uppi samraedum med honum thegar ég thurfti en var annars ekkert ad hleypa honum ad.

Fyrir utan thessi atvik var thessi nótt frábaer! Vid donsudum og skemmtu okkur fram til 6 en thá fórum vid heim í litla húsid hennar Hrefnu, sem mun einnig vera ótrúlega kósý. Ég held ég hafi nád ad sofna um 7 leytid en fékk ég nú ekki mikinn svefn thar sem ég thurfti ad vakna um hádegi til ad fara í grill til fjolskyldu Hrefnu. Daudthreytt og sár í fótunum stód ég thví upp og tók mig til. Maturinn var gódur og thad var loftkaeling inn í húsinu, gudi sé lof! Sídan eitthvad um 4 leytid hoppadi ég aftur upp í rútu á leid til Neuquén. Hinsvegar lenti ég í rútu sem fór marga króka og var thví í rútunni í góda 2 og hálfa tíma. Rútan er í raun eins og strató, eins uppsettur ad ollu. Hún var trodin og klukkutíma ádur en ég kom stód ég upp fyrir konu med smábarn. Thad var svo trodid ad ég var sífellt ad nuddast upp vid naestu manneskju. Thad var heldur ekki ad hjálpa ad thad var steikjandi hiti úti og allir ad svitna. Svitalyktin var med ólíkindum.

Thegar ég kom loks heim rétt svo fór ég og fékk mér ad borda en steinsofnadi sídan, ennthá í ollum fotunum. Ég svaf góda 12 klukkutíma og thurfti thá ad standa upp til ad halda á leid í skólann. Módir mín sagdi mér thad ad hún hafi reynt ad vekja mig í kvoldmat kvoldid ádur en hafi ekki nád thví.

Annars var thetta nú bara seinustu helgi. Thessa viku fór ég adeins á tvaer boxaefingar thar sem ég missti af boxaefing á thridjudaginn, ég kem ad thví seinna, og thjálfarinn maetti ekki á fimmtudaginn og fostudaginn en enginn veit afhverju. Á midvikudaginn fór ég skrefi ofar í boxinu og kepptist á vid einn gaur sem er búinn ad vera ad aefa í 2 ár. Ég átti lítid í hann og fékk nokkur gód hogg í andlitid og orlitlar blódnasir, en ég nádi ad koma einhverjum hoggum á hann. Thetta kemur, ég tharf bara ad aefa mig.

Annars, ástaedan fyrir thví ad ég missti af aefingu á thridjudaginn var er sú ad Multilingua, stofnunin sem ég fer til í spaenskutíma, var med menningarviku og á thridjudaginn maetti ég nidur í bae til ad horfa á tangó og borda Empanadas, sem er argentínskur réttur. Ég mun laera ad gera hann og kem med hann til Íslands!

Á midvikudaginn var svo spaenskutími en ég maetti hálftíma og snemma vegna óskipulagningu á straetókerfinu hérna. Var mér thá bodid ad taka thátt í fronskutíma í smá stund en thau voru akkúrat ad prófa franska sidi. Var thá komid med pott fullan af brádnudu súkkuladi og sett á gashitara til ad halda thví heitu. Sídan voru bakkar af jardaberjum, banonum, kirsuberjum, eplum og ég veit ekki hvad og hvad. Tók madur thá pinna og dífdi t.d. banana ofan í súkkuladid. Ég get sagt ykkur thad ad thetta var besta súkkuladi sem ég hef nokkurn tíman á aevinni smakkad. Fronsk tónlist var spilud undir og mér fannst pínu fyndid ad allir tharna voru Argentínskir. Annars er ég nú búin ad ákveda ad thegar ég kem heim aetla ég ad reyna ad skipta yfir í fronskudeild í stadin fyrir ad halda áfram í spaensku, thar sem ég er núthegar á gódri leid med spaenskuna og hef ekki áhuga á ad eyda ári eda tveimur í ad laera hluti sem ég kann núthegar.

Hvad vardar spaenskutíma ganga their fremur illa. Ég er í spaenskutíma med bandaríkjamonnum, thar af er 10 ára stelpa sem er ekki beint ad laera nógu vel. Vid getum bara farid eins hratt og sá haegasti og thar med er ég fost á sama stad og ég er búin ad vera seinasta árid, ad taka sama efni aftur. Ég er búin ad vera ad laera fyrir utan tímann, samt og thad gengur alveg nokkud vel. Ég hef hvort ed er ekkert ad gera í skólanum og drekk thví í mig hvern thann laerdóm sem ég get fengid. Um daginn eyddi ég 4 klukkutímum í ad gera verkefni og glósa nidur beyginar á sognum. Hinsvegar er ég ordin gód vinkona spaenskukennarans míns og hún búin ad bjóda mér einkatíma um helgar sem myndu kosta mikid minna en thad sem ég er nú thegar í. Thar med myndi ég haetta í theim tímum.

Sídan til ad gera thennan dag aedislegan var ég ad komast ad thví ad bókasendingin mín er loksins komin og get ég farid og sótt baekurnar mínar á mánudaginn!!

Aetla ég nú ad enda thetta stórkostlega blogg med fáeinum myndum:








Endilega kommenta ef thid lifdud thetta blogg af!