Þannig er nú mál með vexti að það verður mögulega seinkað brottför Argentínufara um tæpan mánuð vegna ofsóknaráráttu Argentínumanna! Ég fæ vonandi að vita í þessari viku hvort ég verð með fyrri brottför eða seinni brottför, en til að halda mér jákvæðri ákvað ég að gera lista yfir þá hluti sem væru plús ef að brottför yrði seinkað, og hér er hann.
1. Fengi mögulega að fara á busaballið í MR með vinum mínum
2. Yrði busahrellir án heimanáms
3. Fengi að vinna lenugr = meiri peningar
4. Fæ að vera lengur með vinum og fjölskyldu
5. styttri skólatími úti í Argentínu og því styttra í sumarfríið í desember
6. ....
Já, þetta er listinn og hann heldur mér jákvæðri að vissu leyti. Mæli með að aðrir Argentínufarar geri þetta.
Annð í fréttum er ekki neitt. Ekki komin með fjölskyldu sem er að sökka massíft og er alls ekki að fíla það! Jæja, tel þetta vera gott í bili. Hendi líklega inn einni færslu í viðbót þegar ég er búin að klára vegabréfsáritunina, sem er sjúklega mikið vesen, hvað með allar þessar þýðingar og stimpla og ég veit ekki hvað og hvað. Þarf samt að klára það fyrir næsta laugardag því að á næsta laugardag er ég að fara á listahátið með fáeinum vinum mínum, við ætlum að tjalda og hafa það gaman frá 9. júlí til 18. júlí, og þar sem skilafresturinn er nú 18. júlí, þá þyrfti ég að klára þetta áður en ég fer, ekki rétt?
Dagar í brottför: 46 dagar / 75 dagar