Ferðasagan

Koma : 18. ágúst 2011

Heimför: 18. júlí 2012

Friday, 10 June 2011

70 dagar í brottför!

Jájá, ég hef þá byrjað blogg. Vá, ég hef ekki bloggað síðan ég var 10 ára held ég, og jafnvel þá entist ég aldrei! Anyways, ég ætla að reyna að blogga einu sinni á mánuði, eins og svo margir aðrir skiptinemar sem ég þekki. Stóra spurningin er, mun ég ná því eða ekki?

Nei, samt ekki. Stóra spurningin er, hver verður fjölskyldan mín þarna úti? Ég er nokkuð viss um að ég lendi í borginni Neuquén í vesturhluta Argentínu, en ég get ekki verið viss fyrr en ég fæ staðfestingu frá annað hvort AFS hér á landi eða fjölskyldu minni þarna úti. Ég vona að ég fái fjölskyldu bráðum.

En eins og stendur ligg ég upp í rúmi og á enn og aftur erfitt með að sofa. Þetta er orðið massíft vandamál. Gaf mér samt nennu til að setja á laggirnar blogg. Ég vona bara að einhver muni fylgjast með þessu, annars líður mér eitthvað svo einni x]

Pæling að breyta lay-outinu yfir í spænsku eins og ég gerði við facebookið mitt? Njah, nennis, ein síða sem ég er háð er nóg. Eigið góða nótt og ég vona að sem flestir geti sofið, annað en ég!

Brottför, 18. ágúst 2011
Dagar í brottför: 70